Ég fór út að ganga í gær, sem er ekki í frásögur færandi. Þetta geri ég oft og tel mig hafa harla gott af því. Göngutúrar hressa líkama og sál, ekki síst þegar maður er kominn á minn aldur. Ég hef um ýmsar leiðir að velja hér í Laugarási: hringinn, upp Bæjarholtið, út á Höfðaveg, í áttina að Skálholti, jafnvel hestastiginn, niður að brú, út að Iðu, upp í Vesturbyggð og svo má lengi telja. Ég þekki þessar leiðir orðið afskaplega vel, hver annarri skemmtilegri og fegurri.
Ýmsir nágrannar mínir eiga hund og eins og hunda er síður, gelta þeir þegar ég nálgast lóðina, alveg þar til þeir bera kennsl á mig. Þá koma þeir kannski til mín að taka við eins og einu litlu klóri bak við eyrað, áður en þeir rölta aftur inn á svæðið sem þeir voru að verja. Það kemur meira að segja fyrir að þeir koma með mér í göngutúrinn, skoppa í kringum mig, baða sig í Undapollinum, eða elta fugla. Mér finnst hreint ekki leiðinlegt að hafa svona skemmtileg dýr í för með mér.
Nú bar svo við í gær, að ég valdi enn nýja leið. Mér finnst nefnilega gott að breyta til við og við. Þar sem ég nálgaðist eina lóðina byrjaði hundur að gelta. Hundar, sem ekki þekkja mig gelta hátt og ógnandi, eins og eðli þeirra bíður þeim. Þar sem ég kom að lóðarmörkum ágerðist geltið, og hundurinn nálgaðist lóðarmörkin, setti upp kambinn, og sýndi tennurnar, en það hefur nú svo sem oft gerst, en það sem meira var, út úr einhverjum kofa við hliðina á íbúðarhúsinu tóku að birtast fleiri hundar, af öllum stærðum og gerðum og geltu eins og þeir ættu lífið að leysa. Úr þessu varð mikil hundgá og engu líkara en þeir væru að reyna að yfirgnæfa hver annan.
Þar sem ég sá ekki fram á, að mér tækist að róa þá alla og sætta þá við þá tilhugsun að ég væri ekki þarna kominn til að skaða þá eða húsbónda þeirra og var jafnvel hálf smeykur við allan þennan hávaða, tók ég það ráð að halda áfram göngu minni. Gekk mína 4 kílómetra, valdi aðra leið til baka og komst heim, endurnýjaður maður. Auðvitað skíthræddur við hundahópinn, en vissi að ég þyrfti ekkert að velja þessa leið aftur.
Það er nóg af gönguleiðum í Laugarási.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Sæludagar í sandkassanum (12 - LOK)
Framhald af þessu Þannig er það víst alltaf, að það sem byrjar á annað borð, því lýkur á endanum. Þannig var það einnig með þessa ferð til D...
-
Heilsugæslustöðin í Laugarási á vígsludegi 1997 (mynd: Jónas Yngvi Ásgrímsson) Ég hefði óskað þess, að fyrstu dagar nýs árs yrðu ánægjulegri...
-
Það er ótvíræður kostur við þorrabót eldri borgara í Biskupstungum, að það er ekki boðið upp á dansiball með tilheyrandi hávaða þegar fól...
-
Líklega lið annars bekkjar veturinn 1971-1972. Aftari röð f.v. Helgi Þorvaldsson, Eiríkur Jónsson, Kristján Aðalsteinsson, Páll M, Skúlaso...
Engin ummæli:
Skrifa ummæli