14 apríl, 2018

Ragnar Lýðsson


Ragnar Lýðsson
Fuglarnir kyrja vorsöngvana síðan fyrir utan gluggann og það er loksins farið að hlýna og sumarkoman liggur í loftinu. Það getur hinsvegar kólnað áður en við er litið. Á Íslandi er ekki á vísan að róa þegar veðurfarið er annars vegar.

Þannig er þetta einnig með líf okkar mannanna: þó vor og sumar blasi við í lífi okkar þá getur napur vetrarkuldinn og myrkrið skollið á áður en minnst varir.

Raggi Lýðs var skólafélagi minn og jafnaldri, þannig séð, í Reykholtsskóla í gamla daga, svo fórum við hvor í sína áttina, bjuggum löngu síðar í sömu götu um tíma og ennþá löngu síðar hittumst við þegar gamlir samnemendur komu saman til að rifja upp barnaskólaárin.

Það er svona.

Þrátt fyrir að leiðir okkar Ragga hafi ekki skarast verulega á lífsleiðinni, hef ég vitað af honum og hann væntanlega af mér.
Maður fréttir alltaf af fólki.

Þann 31. mars, lést Raggi með sviplegum hætti. Útför hans er gerð í dag.


Í október 2011 hittust gamlir skólafélagar og kennarar í Reykholti. Þarna má sjá í aftari röð f.v. Páll M Skúlason,
Sveinn A. Sæland, Sigurður Þórarinsson, Pétur Hjaltason, Gunnar Sverrisson, Ragnar Lýðsson,
Eyvindur Magnús Jónasson, Ragnhildur Þórarinsdóttir, Þorsteinn Þórarinsson, Guðrún Hárlaugsdóttir.
Fremri röð f.v. Geirþrúður Sighvatsdóttir, Renata Vilhjálmsdóttir, Þuríður Sigurðardóttir, Þórir Sigurðsson,
Kristín Björnsdóttir.





Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Sæludagar í sandkassanum (12 - LOK)

Framhald af þessu Þannig er það víst alltaf, að það sem byrjar á annað borð, því lýkur á endanum. Þannig var það einnig með þessa ferð til D...