Ragnar Lýðsson |
Þannig er þetta einnig með líf okkar mannanna: þó vor og sumar blasi við í lífi okkar þá getur napur vetrarkuldinn og myrkrið skollið á áður en minnst varir.
Raggi Lýðs var skólafélagi minn og jafnaldri, þannig séð, í Reykholtsskóla í gamla daga, svo fórum við hvor í sína áttina, bjuggum löngu síðar í sömu götu um tíma og ennþá löngu síðar hittumst við þegar gamlir samnemendur komu saman til að rifja upp barnaskólaárin.
Það er svona.
Þrátt fyrir að leiðir okkar Ragga hafi ekki skarast verulega á lífsleiðinni, hef ég vitað af honum og hann væntanlega af mér.
Maður fréttir alltaf af fólki.
Þann 31. mars, lést Raggi með sviplegum hætti. Útför hans er gerð í dag.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli