09 maí, 2020

Morgunstund


Hversvegna ætti maður svo sem að vera að ævinni í að sofa umfram það sem er nauðsynlegt?
  Þar sem ég vaknaði endanlega klukkan 5.30 á þessum bjarta laugardagsmorgni spratt þessi spurning fram í hugann, til að takast á við tvær andstæðar skoðanir sem tókust á um í höfðinu. Önnur skoðunin heldur því fram, að með löngum og góðum nætursvefni (svona 8-10 tíma á sólahring) nái maður að greiða úr flækjunum sem vökutíminn veldur, svefninn sé eins og dauði lífs hvers dags, bað eftir erfiði dagsins, smyrsl á hrjáðan huga, megin næringin sem veisla lífsins, færir manni.


Sleep that knits up the ravell’d sleeve of care,
The death of each day’s life, sore labour’s bath,

Balm of hurt minds, great nature’s second course,

Chief nourisher in life’s feast. 
Shakespeare, W.: Macbeth (2.2.46-51)

Hin skoðunin heldur því fram að maður eigi að gleðjast yfir því að vera ekki að eyða of miklum tíma af þessari stuttu stund sem manni er úthlutað á þessari jörð, í að sofa undir sæng og missa þannig að dásemdum hins vakandi lífs. 

Það er ekkert mál að hafa skoðun á þessum svefntíma. Þessar tvær sem ég nefni hér fyrir ofan eru andstæðar, en þær breyta engu um það, að þegar maður er nú kominn á aðeins meira en miðjan aldur og brauðstritið kallar ekki lengur á mann, þá slær maður ekki hendinni á móti því að fá að kúra í fleti sínu, í draumaheimi, í svona 7 tíma á sólarhring, allavega um helgar. Átta tímar, svona við og við væri jafnvel meira en maður treystir sér til að vonast eftir.

Þessu er nú varla til að dreifa hjá mér lengur og ég flokka það sem sigur, nái ég einhverntíma að dvelja að draumheimi mikið umfram sex tíma.
Því hef ég ákveðið, til að auðvelda mér aðlögun að þessum svefnlitla lífsstíl, að fagna því á hverjum morgni (eða nóttu) að fá að vakna fyrr en annað fólk og njóta þess sem þessi tími sólarhringsins hefur upp á að bjóða, ekki síst á þessum árstíma. Rás 1 endurflytur hina og þessa þætti, sem ég nenni reyndar ekki á hlusta á, og á pallinum fyrir utan blasir við dýralíf sem jafnast næstum á við það sem nágrannar mínir í Slakka bjóða gestum sínum.

Ekki neita ég því, að þrátt fyrir ákvörðun mína, um að bregðast með jákvæðum hætti við því að þurfa að fara árla á fætur, þarf ég ítrekað að berjast við spurninguna um tilganginn með þessari stöðu. Ég set fram tilgátur og hallast, á þessum morgni, einna helst að þessari:

Börnin þurfa mikinn svefn til að líkami þeirra og sál fáið tækifæri til að vaxa og þroskast. Unglingar fara síðan í gegnum umbreytingaskeið sem kallar á æ meiri svefn á tíma sólarhrings, sem samfélagið segir að sé vitlaus.  Ungir foreldrar eru forritaðir til að sofa óreglulega, en þrá meiri svefn og nota hvert tækifæri til að bæta sér upp næturvökur. Þá tekur við sá tími mannsævinnar, sem er í rauninni undirbúningur fyrir efri árin, þegar fólk er að vinna sér í haginn, fer smám saman að draga úr útstáelsi og næturvökum, en einbeitir sér frakar að því að ná góðum svegfni fyrir átök vinnudagsins sem framundan er. Þarna fer fólk að hlakka til þess að komast á eftirlaun, þegar langþráð frelsi tekur við og ótakmarkaður svefn. Tilhugsunin um vekjaraklukkulaust líf er nánast það sem lifað er fyrir á ákveðnu tímabili ævinnar.

En, bíðum við. Þar sem maður gengur út af vinnustaðnum síðasta sinni og hyggur gott til glóðarinnar, að "sofa út" á hverjum morgni, reynist náttúran hafa skipulagt þetta æviskeið með öðrum hætti. Hún segir sem svo: "Nú átt þú ekkert rosalega mikið eftir af ævi þinni, karl minn, og því hef ég ákveðið, í þína þágu, að þú skulir fá að njóta hennar til fulls. Því hef ég úthlutað þér skemmri svefntíma á hverjum sólarhring".

"Takk, náttúra", hugsa ég með sjálfum mér þar sem ég lít út um stofugluggan fyrir klukkan sex að morgni. Úti skín sólin, fuglarnir keppast um að syngja sín fegurstu ljóð til að fagna morgninum, Sumir eru þegar farnir að bíða eftir morguneplinu og deila því síðan með litla spendýrinu, sem skýst úr holu sinni til að taka þátt í veislu dagsins. 

Morning Has Broken
Cat Stevens 
Morning has broken like the first morning
Blackbird has spoken like the first bird
Praise for the singing
Praise for the morning
Praise for them springing fresh from the Word 
Sweet the rain's new fall, sunlit from heaven
Like the first dew fall on the first grass
Praise for the sweetness of the wet garden
Sprung in completeness where His feet pass
Mine is the sunlight
Mine is the morning
Born of the One Light Eden saw play
Praise with elation, praise every morning
God's recreation of the new day
Morning has broken like the first morning
Blackbird has spoken like the first bird
Praise for the singing
Praise for the morning
Praise for them springing fresh from the Word













Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Litlir kallar og litlar kellingar

Heilsugæslustöðin í Laugarási á vígsludegi 1997 (mynd: Jónas Yngvi Ásgrímsson) Ég hefði óskað þess, að fyrstu dagar nýs árs yrðu ánægjulegri...