16 desember, 2025

Costa Rica (6) Fuglar

FRAMHALD AF ÞESSU

Mánudagurinn 17. nóvember rann upp í kringum fótaferðartíma okkar fD um miðja nótt. Á endanum fór að birta og framundan fuglaskoðun með Alejandro, en hún skyldi hefjast um kl. 6. Nokkru áður var orðið nógu bjart til að kíkja út, í þeirri von að einhverjir fuglar væru snemma á fótum. Þar með hélt ég út fyrir hússins dyr með myndavélina og áfesta stóru lisnuna mína. Nú skyldi hún fá að njóta sýn. Ekki var ég lengi búinn að bíða á pallinunm fyrir framan húsið, áður en hreyfinga varð vart í trjágróðrinum fyrir framan.


Meðal fiðurfjárins sem þarna nuddaði stírurnar úr augunum var íðilfagur TOUKAN:




Reyndar á ég haug af myndum í viðbótar af þessum gesti, en það verður að draga línu í sandinn. 

Nú var klukkan að verða sex og þá safnaðist hópurinn, sem ekki hafði ákveðið að koma ekki í þessa fuglaskoðun, eða þá svaf yfir sig, saman á tilteknum stað þar sem Alejandro var fyrir með kíkinn sinn á þrífæti. Í gegnum hann fékk fólk síðan að skoða fuglalífið sem við blasti, en ég lét mér nægja stóru linsuna mína. 

Hér fyrir neðan er hluti afrakstursins af þessum morgni.  Ég get þess, að ég freistaði þess að leita uppi heiti fuglanna, en tek ekki ábyrgð á því hvort ég hef fundið rétta greiningu. Það væri gaman að fá skilaboð um það frá þeim sem vita betur og ekki myndi ég afþakka íslensk nöfn þeirra, eftir því sem til eru.












... væntanlega bætast fleiri undradýr við, þótt síðar verði.
Þetta læt ég duga af fuglaskoðun við Bláá.
Framhald síðar.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Costa Rica (6) Fuglar

FRAMHALD AF ÞESSU Mánudagurinn 17. nóvember rann upp í kringum fótaferðartíma okkar fD um miðja nótt. Á endanum fór að birta og framundan fu...