13 apríl, 2008

Hvítur er litur sakleysisins og birtunnar

Þessi óumræðilega loftmikli og eftirgefanlegi hjúpur, sem nú hylur storð, kallar fram ólíkustu kenndir meðal manna. Birta vorsins verður enn áþreifanlegri, ungplönturnar í gróðurhúsunum taka vaxtarkipp og lofa bóndanum góðu sumri. Allt hið ljóta í landslaginu fær á sig óræðan blæ sem felur í sér ógegnsæja leyndardóma. Líkaminn leysir út orku sem lengi hefur beðið þess að þörf væri fyrir hana. Verkfæri sem ekkert hlutverk höfðu fá að blómstra í önnum köfnum höndum hreystimennis. Fjórhjóladrifsfarartæki er tekið til langþráðra kosta. Næstum búið að aka inn í hliðina á VW pútu vígslubiskups í einu tilhlaupinu. Allt klárt og frágengið í mjallhvítri undraveröld þar sem hvað sem er getur gerst.
(Aðalheiður biður og kallast það "Morgunbænir... mæ ass".)
Allt er gott.
Snjódýpt um hádegi í Kvistholti mældist 40 cm. Þar sem myndavélin góða er fjarri góðu gamni vísa ég á áður birtar myndir frá janúar. Þær sýna stöðu mála eins og hún er nú, 13. apríl.
Í mjallhvítri veröld er margur ókátur

3 ummæli:

  1. Ertu alveg orðin snar!!?

    Ég skildi ekkert af því sem kom fram í þessari færslu nema þetta um snjóinn. Er þetta einhver einkahúmer kannski?

    SvaraEyða
  2. Þetta kallast nú prósaljóð - markmiðið með því er að varpa jákvæðu ljósi á snjóinn sem kyngdi hér niður í gær.
    Nei - ekki var það einkahúmor.:)
    Nei - vonandi ekki orðinn snar - eins og það er orðað svo snyrtilega.

    SvaraEyða
  3. Fínt að vita það, ég var farinn að undirbúa það að þú myndir ekki þekkja mig þegar ég kæmi heim næst :)

    SvaraEyða

Hin tápmiklu 12 og þjófagengið (síðari hluti)

  Framhald af þessu Þar sem hin tápmiklu 12 stóðu fyrir utan flóttaherbergið, var óhjákvæmilegt að hugurinn beindist að verkefninu framundan...