11 maí, 2008

Málshættir eru skemmtilegir

Þetta er tími prófayfirferðar. Ég er nú svo undarlegur að að ég læt blessaða ungana læra heilan helling af málsháttum og orðtökum. Síðan er ég svo grimmur, að ég ætlast til þess að þeir (ungarnir) geti botnað og/eða útskýrt á prófi. Útkoman úr þessu er oftar en ekki það sem gerir mér kleift að sitja, brosandi í kampinn, við yfirferðina - svo er einnig nú. Ég ætla hér að tína til nokkur dæmi úr niðurstöðum málsháttabotnunarinnar í þetta sinn.
Það sem er feitletrað var viðbótin sem ungarnir áttu að klára sig af.
ONE CANNOT LOVE AND BE WISE
Hér eru nokkrar tillögur unganna:
ONE CANNOT LOVE AND DO HIS JOB RIGHT
ONE CANNOT LOVE AND BE LOVED
ONE CANNOT LOVE AND NOT LOVE IN RETURN
ONE CANNOT LOVE AND PLAY A VIDEO GAME

LOVE LAUGHS AT LOCKSMITHS
.. og tillögurnar:
LOVE LAUGHS AT ITSELF
LOVE LAUGHS AT WALLS
LOVE LAUGHS AT LOVELESS FOOLS
LOVE LAUGHS AT POVERTY
LOVE LAUGHS AT REASON
BAD NEWS TRAVELS FAST
... niðurstaða:
BAD NEWS IS GOOD NEWS
BAD NEWS IS FOR THE WEAK
BAD NEWS IS ANY NEWS
BAD NEWS IS BETTER THAN BAD THINGS
ALL'S WELL THAT ENDS WELL
...tvö dæmi
ALL'S WELL WITH A FULL STOMACH
ALL'S WELL IN LOVE AND WAR
A HUNGRY MAN IS AN ANGRY MAN
.... varð að:
A MARRIED MAN IS AN ANGRY MAN

og loks
A DEAF HUSBAND AND A BLIND WIFE ARE ALWAYS A HAPPY COUPLE
... þessi komst að eftirfarandi:
A DUMB COUPLE ARE ALWAYS A HAPPY COUPLE


Ekki verða málshættir í magann settir.

7 ummæli:

  1. No news is bad news, segir ónefndur kaupmaður í lítilli sveitaverslun. Hann segir líka - Veistu hver dó í slysinu?
    Ég segi nei.
    Þá segir hann:
    jæja það er allt í lagi, ég frétti þetta örugglega á eftir.

    Enn eru til menn sem kunna að greina að hismi og kjarna. Því ber að fagna...
    ...sem og öðrum glott-gjöfum lífsins.

    SvaraEyða
  2. hahaha hvílík snilld, sit hérna í krampa! :)

    maður verður víst bara að bjarga sér ;)

    SvaraEyða
  3. Mér fyndist nú sorglegt ef menn fái eitthvað fyrir þessi svör.

    SvaraEyða
  4. Þegar fólk er í sjálfheldu kemur alltaf sannleikurinn í ljós. En seint verður sagt að þetta séu björtustu ljósin á jólatrénu.

    SvaraEyða
  5. Mér finnst dásamlegt að sjá þegar fólk kann að bjarga sér.
    Svo er það spurning líka hvenær nýtt verður gamalt?
    Þessir nýju málshættir menntskælinganna eru margir miklu skemmtilegri en þeir sem óskað var eftir. Mér finnst utanbókarnám ágætt til síns brúks en sköpun miklu skemmtilegri.

    Þetta var annars ansi góð skemmtun.
    Bkv. Aðalheiður

    SvaraEyða
  6. Til Heiðu Anonymous:
    Já, leyfum börnunum að vera skapandi og ákveða bara sjálf hvort 3X7 er 21 eða 72. :)

    SvaraEyða
  7. To be or not to be has never been a question to me...

    Mikið á ég gott :)

    Bkv. Aðalheiður.

    SvaraEyða

Sæludagar í sandkassanum (12 - LOK)

Framhald af þessu Þannig er það víst alltaf, að það sem byrjar á annað borð, því lýkur á endanum. Þannig var það einnig með þessa ferð til D...