heyrðist úr aftursætinu á Subaru Impreza. Sá sem mælti var aldni unglingurinn. Tími ummælanna var seinnipartinn í dag. Staðurinn Skeiðavegamót á leið heim frá Selfossi. Þegar bílstjóranum, mér, varð litið í baksýnisspegilinn blasti við stríðnissvipurinn velþekkti. Tilefni ummælanna voru þau, að þegar við vorum að koma að Skeiðavegamótunum, reyndist ég vera fremur annars hugar og ætlaði, eins og mér er tamt, að skipta niður. Þar sem Imprezan er sjálfskipt fór þetta á nokkuð annan veg. En flugunni hlýt ég að hafa bjargað með þessari aðgerð.
Hart er ei gott á hemil að stíga.
Já, já bjargaðir?? hihi. Mer? hihi.
SvaraEyðaÉg sendi þér þá bara bloggskap sem varpar ljósi á hvernig þú snýrð öllu þér í hag.
Líf mitt er lifandis snúið
þótt lifi ég mest fyrir nú-ið
sem fluga ég flýg
og fimlega smýg,
því banaráð oft er mér búið.
Víst reyndir vagni að aka
á vesling svo hreinan, án saka
sem aldregi hót
sig ýfði þér mót!
þú færð það allt bráðum til baka:
Rúðan mun réttlega verða
rákuð af skít sem mun herða
við sólskin og vind
í svellþykka mynd
og sú mun ei ljósgjfai ferða.
Og reyndu svo að segja bara satt!
Flugan sem þú reyndir að keyra á.