18 júní, 2008

Umhverfis þjóðhátíðardaginn



Það er ekki laust við að undanfarnir dagar hafi verið töluvert viðburðaríkir. Það vill reyndar of vera svo á vordögum og fyrri hluta sumars. Tvö afkvæmanna voru í sviðsljósinu þessu sinni; annað útskrifaðist úr HÍ, en hitt tók upp á því að kvænast, sem var auðvitað síður en svo leiðinlegt. Auðvitað var umstangið minna en gengur og gerist, en ekki verður betur séð af skrifum hans en að ekki sé séð fyrir endann á því.

Á þjóðhátíðardaginn sjálfan var fáni dreginn að húni fyrsta sinni á þessum bæ og þótti vel til takast.

Myndir frá hátíðahöldum Tungnamanna er að finna hér.


Ég veit að margir bíða óþreyjufullir eftir úttekt minni á vesturferðinni, en hún er að meltast og lítur vonandi dagsins ljós fljótlega eftir að sumarfrí hefst.

Ég get ekki nógsamlega lofað það tiltæki RUV að bjóða okkur svo vandaða og skemmtilega kvölddagskrá sem verið hefur að undanförnu og sem von er á að fram verði haldið enn um sinn. Þarna er ég algerlega á öndverðum meiði við ýmsa aðra.
Myndir frá atburðum innan fjölskyldunnar undanfarna daga vil ég ekki flytja inn í vefalbúm nema hafa til þess heimild frá viðkomandi. Komi hún, er mér ekkert að vanbúnaði.


Á öndverðum meiði er ei önugt að vera.

1 ummæli:

  1. Helga tekur "y"ndir þetta:

    Á öndverðum meiði er ei önugt að vera
    og allt mun ég þar-til-bært reyna að gera:
    les' ekki blogg
    en brýni minn gogg
    og býst til að þrasa og skera.

    Þetta var bloggskapur dagsins

    H.Ág.

    SvaraEyða

Hin tápmiklu 12 og þjófagengið (síðari hluti)

  Framhald af þessu Þar sem hin tápmiklu 12 stóðu fyrir utan flóttaherbergið, var óhjákvæmilegt að hugurinn beindist að verkefninu framundan...