Staða mála síðan síðast, að því er varðar ástand þjóðmála á Íslandi, er að verða með þeim hætti, að ég treysti mér ekki til að fjalla um þau án þess að eiga á hættu að þurfa að fara að leita uppi vasaklútinn sem hún amma mín gaf mér til að nota við matrósafötin. Ég nenni ekki að leita að vasaklútnum og þar að auki er eins gott að láta engin stór orð falla í dag, því þau munu koma í bakið á mér á morgun.
Í næst síðustu færslu lét ég að því liggja að spurningaþátturinn Útsvar væri leiðinlegur og þreyttur þáttur. Ég dreg það hér með til baka.
Í kvöld voru tvö skemmtileg lið á ferð, þar sem m.a. var að finna góðan Laugarásmann og allsherjargoða. Þessi þáttur var, án efa, hugsaður fyrir fólk eins og þarna var á ferð.
Það var verst að allsherjargoðinn skyldi ekki klára setninguna sem hann byrjaði í lok þáttar, en hún hefði verið svona í fullri lengd: Í Kópavogsliðinu eru eintómir /atvinnumenn/. Megi Álftnesingar sigra í næstu viku. Sigur skemmtilegs fólks yfir misskildum metnaði.
Sjónvarp allra landsmanna er þessa stundina að ganga svo fram af yfirvegun minni, að það liggur við að ég láti orð falla, sem.... já - munu koma í bakið á mér á morgun. Á skjánum er að finna þessa stundina mikla kvikmynd um bjarndýr, sem stofna hljómsveit og skemmta fólki (og bjarndýrum) með íðilfagurri sveitatónlist og tala þess á millli um hvað þau elska hvert annað mikið og hvað vondi bankakallinn er vondur.
Ekki fleiri orð - þá segi ég of mikið.
Misskildur er metnaður bjarndýra
hvort sem þau sigra í spurningakeppnum
eða leika sveitatónlist fyrir ameríska rauðhnakka.
Þessu má nánast líkja við ýsulandið góða
sem engist í fæðingarhríðum einhvers -
kannski bjarndýrs.
Við sjónvarpi sat ég að hangsa
SvaraEyðaog sá þarna ástríka bangsa
og keppnislið flott
með kunnáttuglott
af knáleik í hvort öðru flangsa.
Og senn koma áttfætluflikkin
- furðuleg kvikmyndatrikkin!-
EN! ætli þær út,
þá allur í kút,
af al-kröftum toga í gikkinn!
(Bloggskapur um kvölddagskrá Sjónvarpsins 23.01.'09)
Hirðkveðillinn
Klúturinn er örugglega í kassanum, sem er merktur "Barnaföt - gömul."
SvaraEyðaAnnars myndi ég bara ná mér í hreint lak, hvítt. Fyrirhafnarminnst til lengri tíma litið. Geyma það, samanbrotið, á stólarmi við sjónvarpið. Merkja notu hlutana með vægum blýantsstrikum. Helst ferningum; auðveldara að átta sig á muninum á "Notað og Nýtt."
Ættarfylgjan
hvaða laugarásmaður var það?
SvaraEyðaKemur nú ekkert á óvart að RÚV sé að sýna einhvern svona viðbjóð...
Já þetta var magnað sjónvarpsefni - á par við pólitíkina
SvaraEyða