04 febrúar, 2009

Uppheimalíf á flæðiskeri?


Með hverjum deginum sem líður birtist landslýð meira af uppheimum (sem ég nota hér sem andstæðu uð undirheimana, þar sem ótrúlegustu glæpir þrífast og eru huldir miðheimi okkar, þessa venjega fólks). Uppheimar eru engu síður huldir okkur en undirheimarnir. Þar virðist eiga sér stað ýmislegt það, sem engu okkar var nokkurntíma ætlað að komast að. Við áttum hinsvegar alltaf, og eigum væntanlega áfram að standa straum af kostnaði við þá velsæld sem þar hefur ríkt. Í þeim heimum gilda önnur lögmál, svakalegri og umfangsmeiri en nokkurntíma undirheimarnir geta boðið upp á. Við munum væntanlega fá meiri innsýn í þessa mögnuðu veröld á næstu mánuðum og árum, en það fullyrði ég, að ekki munum fá allt að vita og engan vegin mun okkur hlotnast hlutdeild í þeirri veröld.

Það blasir við að einhvernveginn mun verða reynt að toga í þá spotta sem duga til, til að fjarlægja tappana úr botni uppheima til að freista þess að fá nasasjón af því sem þar er og hefur verið að ganga á. Þegar hákarlarnir í uppheimum fara að sogast í gegnum götin, reikna ég alveg eins með að fallið verið svo hátt að þeir eigi einungis stutta viðdvöl í miðheimum áður en þeir falla, nánast viðstöðulaust niður í undirheimana.

Við höfum myndað þær stoðir í barnaskap okkar, sem hafa haldið upp skrímslunum sem nú eru að byrja að æmta. Við verðum bara að vona að þau kremji okkur ekki þegar þau fara að hrynja niður úr hásölunum.

Þetta tel ég hafi verið nægilega skýra mynd af því sem ég er að tala um og læt því staðar numið.


Í uppheimum er ekkert dýrt,
en öfga blóðug stríð
sem löngum hafa líf vort rýrt
en leynt, í erg og gríð.
:)




1 ummæli:

  1. Í sálartetri sönglar mér
    soltin, lítil kráka:
    Komið "stóru kallar" hér
    á krílis-skinnið glápa.

    Þegar gólfsins gefa sig
    gisnar fjalir ofar
    fá vil ekkert oná mig
    ef hann Guð minn lofar.

    Ljótt verður að liggja und
    leðjuflaumi slíkum
    komnum til af kænni lund
    og klíkuskapnum ríkum

    Svona gæti áfram ort,
    á þó far' að sofa

    !... elska Guð og gerðu gott og geym vel ræðu mína!- já,já já...
    Og hananú!

    (Bloggskapur um það nær gólfið gefur sig í "efsta")
    Hirðkveðill Kvistholts

    SvaraEyða

Hin tápmiklu 12 og þjófagengið (síðari hluti)

  Framhald af þessu Þar sem hin tápmiklu 12 stóðu fyrir utan flóttaherbergið, var óhjákvæmilegt að hugurinn beindist að verkefninu framundan...