22 mars, 2009

Hvernig velur maður? (1)




Ætli ég sé ekki í hópi venjulegra Íslendinga sem fá tækifæri til að nota þann stjórnarskrárbundna rétt sinn, að kjósa til Alþingis þann 26. apríl, n.k.

Í mínum huga er þetta nánast helgur réttur, sem fólki ber skylda til að umgangast af mikilli ábyrgð.

Nú ætla ég að vera ábyrgi kjósandinn, sem byrjar á að leita þess jákvæða í öllum hlutum. Orðinn hundleiður á kreppukjaftæðinu.

Við vitum að fjórflokkurinn, svokallaði, mun bjóða fram í kosningunum.
Hvers vegna ætti ég að kjósa þá flokka sem þarna er að finna? Hér mun ég reyna að ímynda mér 6 ástæður fyrir því að kjósa einhvern fjórflokkanna (kannski jafnvel aukaástæður líka)


SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN (D)
1. Hann er stór, svona eins og Manchester United, og vinnur oftast. Það er best að styðja þá stóru.
2. Hann er að endurreisa sig og ég reikna með að hann biðjist afsökunar á mannlegum mistökum sem leiddu þjóðina þangað sem hún er núna, og taki nýja stefnu fyrir íslenska þjóð.
3. Það er vel ættaður og vel látinn formaður að taka við flokknum.
4. Ég hef alltaf kosið flokkinn (hef jafnvel fengið starf þess vegna) og það gerðu foreldrar mínir líka. Ég er hægrisinnaður.
5. Merki flokksins felur í sér ótrúlega orku, sem litur hans endurspeglar svo fallega.
6. Þetta er flokkur mesta stjórnmálaleiðtoga 20. aldarinnar, og ég er viss um að andi hans fær áfram að svífa yfir vötnunum.
7. Þar sem ég er í Suðurkjördæmi, er ég afar ánægður með hinn öfluga mann fólksins, sem er í 2. sæti listans.

SAMFYLKINGIN (S)
1. Hann er stór, svona eins og Manchester United, og vinnur oftast. Það er best að styðja þá stóru.
2. Það er nýr formaður að taka við flokknum, sem nýtur óskoraðs trausts þjóðarinnar.
3. Flokkurinn vill að við göngum í Evrópusambandið.
4. Ég á langa sögu sem krati og kann vel við flokk sem er ekki beinlínis vinstra megin eða hægra megin.
5. Ég laðast að svona flokki sem maður veit ekki alveg hvar stendur, því það gefur betra færi á að bregðast við nýjum aðstæðum, til hagsbóta fyrir íslenska þjóð.
6. Merkið og nafnið höfða mjög til mín. 

Þar sem það er erfiðara en leit út í upphafi að tína til jákvæðar ástæður venjulegs Íslendings, fyrir því að kjósa tiltekna stjórnmálaflokka, verð ég að efna til framhalds eftir handboltaleikinn.

1 ummæli:

Hin tápmiklu 12 og þjófagengið (síðari hluti)

  Framhald af þessu Þar sem hin tápmiklu 12 stóðu fyrir utan flóttaherbergið, var óhjákvæmilegt að hugurinn beindist að verkefninu framundan...