26 maí, 2009

M*A*L*W*A*R*E - úúúúúú


Ofan á allt annað sem ég hef komið að á undanförnum dögum: daglegar kóræfingar (nánast), endalausar runur af einkunnum (nánast), blóma- og trjákaupaferðir, heimsóknir til tannlækna (reyndar bara ein til eins), þá fékk ég eftirfarandi tilkynningar dag einn fyrir stuttu:
Fyrst þetta:
Jæjahhh... ertu þá farinn að senda frá þér í tölvuformi, flenuspestir með svínaívafi? Fékk dándi góðar viðvaranir hvað eftir annað. Bittinú! 


..og síðan stuttu seinna annað frá hinum reykvíska Kvisthyltingi, sama efnis.
Í stuttu máli snérist þetta um að þessi fína síða var komin með eldrauða forsíðu þar sem tilvonandi gestum var ráðlagt að leita annað ef þeir vildu ekki verða einhverjum óskunda að bráð. Þarna höfðu þeir vissulega val milli tvenns, og auðvitað báðir kostir vondir:
a. Ýta á takkann sem kallaðist BACK TO SAFETY (aftur í öryggið).
Með því að velja þennan takka lá það ljóst fyrir, að viðkomandi fengi ekki að njóta andans auðlegðar minnar þann daginn.
b. Merkja við reit til að votta að hann væri vitandi vits um hvað þarna inni gæti leynst, og halda síðan inn á síðuna, sem reyndist ósköp sakleysisleg.

Nú voru góð ráð dýr. Ég ætla hinsvegar ekki að þreyta lesendur með langloku um allan þann feril sem nú fór í gang hjá mér og mínum nánustu til að vinna bug á þessu óhugnanlega vandamáli. (Ég hef fengið um það fleiri en eina meldingu frá reglulegum lesendum, að allt sem ekki snýst um framkvæmdir okkar Kvisthyltinga fær ekki nema 2-10 lína lestur). Síðan mín var sem sagt sögð vera mögulegur dreifiaðili fyrir allskonar MALWARE. Þetta orð er nokkuð gegnsætt: MAL þýðir alltaf vondur eða illur, WARE er náskylt íslenska orðinu VARA - þar með er það ljóst að hér gat verið ill vara á ferð, sem gæti ráðist inn í tölvur gesta minna og stolið þaðan bankanúmerum og lykilorðum og rúið þá þannig inn að skinninu.
Ég fór ýmsar leiðir og reyndi margt, sem lauk með því að með hjálp vina minna hjá GOOGLE,  USA, held ég, er rauði skjárinn horfinn og kemur vonandi ekki aftur.

Ekki gekk það allt upp hjá mér
ekki var margt að gera' hér.
Drattaðist þá upp drengur einhver,
drap hið ljótasta, MALWARE.

(huga að áherslum)

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Hin tápmiklu 12 og þjófagengið (síðari hluti)

  Framhald af þessu Þar sem hin tápmiklu 12 stóðu fyrir utan flóttaherbergið, var óhjákvæmilegt að hugurinn beindist að verkefninu framundan...