02 maí, 2010

Fór, eftir allt saman

Það var milt veður í dag, skylduverkum lokið og því ekki úr vegi að skella sér í fleiri þúsund króna ferð austur á bóginn. Ekki get ég sagt að öfund í garð íbúa undir Eyjafjöllum hafi verið það fyrsta sem í hugann kom, við að líta grámann sem þarna huldi foldina. Vindur blés og þornuð aska blés inn og um allt, forvitnir ferðalangar gerðu sitt til að þyrla henni upp þar sem hana var að finna í vegköntum.


Fljótshlíðar-, eða Emstruvegur er ekki góður vegur og þar var að finna árkríli sem þurfti að fara yfir til að ná nokkurn veginn þolanlegu sjónahorni að Gígjökli þar sem hraunið breytir ís í vatn á ógnarhraða með tilheyrandi bólstrum. Þar sem ég er ekki fuglinn fljúgandi, varð ég að láta mér nægja að halda mig neðan skýja, sem komu í veg fyrir að gosstrókurinn sjálfur birtist sjónum mínum.


1 ummæli:

  1. Fór þó loks sá frómi mann
    finna gosstrók vildi hann
    Var ei frár sem fuglinn knár
    fékk samt líta undur, fár.
    Mikið sem að gosið getur
    Guð mér hjálp' og Sankti Pétur.

    Forvitinn hann fór af stað
    (ferlegt sem að kostar það)
    krónur fuku út um allt
    ósköp varð í buddu kalt.
    Undarlegt hvað útheimt' vann
    undratúr úr fjármagns rann.

    Hirðkveðill yrkir um gosferð hP og fD svo og útlagðan kostnað :-)
    Ljúflegast,
    fH

    SvaraEyða

Hin tápmiklu 12 og þjófagengið (síðari hluti)

  Framhald af þessu Þar sem hin tápmiklu 12 stóðu fyrir utan flóttaherbergið, var óhjákvæmilegt að hugurinn beindist að verkefninu framundan...