Ætli megi ekki segja að maður sé smám saman að ná betri tökum á afahlutverkinu og vill auðvitað geta stundað æfingar sem mest, en aðstæðurnar eru nú einfaldlega þannig, að bæði afabörnin hafa búsetu á erlendri grund. Þar með er kannski minna um æfingar en ella, en ég ætla ekkert að vorkenna mér það. Það verður bara að nýta vel þau tækifæri sem gefast.
Um þessar mundir fáum við gömlu hjónin tækifæri til að kynnast litla manninum frá Middelfart sem gisti eldlandið þessa dagana, ásamt móður sinni. Það hefur verið harla gaman að umgangast þennan unga svein og upplifa allar þær breytingar sem hafa orðið á honum frá því hann átti síðast leið hingað austur í sveitir.
Þeir sem til þekkja geta skoðað fleiri myndir á stað sem þeir þekkja.
_________________________________Þetta var svona ánægju "bloggskapur".
________________________________
É ger ekki enn búinn að ákveða hvort ég legg í að skrifa það sem mér finnst þörf á að fjalla um, og sem er af allt öðum og afar alvarlegum toga. Það kemur bara í ljós.
Já, það kemur bara í ljós.
SvaraEyðaEN ekki eigið þið síðri barnabörn en ég, sem brosi bara við að horfa á myndina. Til hamingju með höfðingjana ykkar enn og aftur.
Helga Ág.