03 október, 2010

Hvarf sumarfífla

Það fór ekki eins og ég spáði - að sumarslætti væri lokið í Laugarási - þegar ég fjallaði um það mál síðast. Í byrjun október virðist einhver - ég veit ekki hver - hafa tekið sig til og bjargað ásjónu þorpsins í skóginum svona undir veturinn. Það er þakkarvert.


Það er hinsvegar ekkert sérlega þakkarvert, hvernig staðið var að þessum málum þegar mest á reið. Ég ítreka von mína frá því síðast, en hún felst í því að ný sveitarstjórn nálgist málefni þettbýlisstaða í Bláskógabyggð með meiri jafnréttissjónarmið að leiðarljósi en verið hefur.

1 ummæli:

  1. Fíflin eru farin
    þó finnst ei Páli nóg
    og sér nú brúna sveppi
    sitja í ljúfri ró.

    Hriðkveðill tjáir sig um hluti sem hann hefur nákvæmlega ekkert vit á!

    SvaraEyða

Hin tápmiklu 12 og þjófagengið (síðari hluti)

  Framhald af þessu Þar sem hin tápmiklu 12 stóðu fyrir utan flóttaherbergið, var óhjákvæmilegt að hugurinn beindist að verkefninu framundan...