Það er afskaplega einkennilegt hve mikil áhrif tilteknar breytingar á lífsháttum geta haft í för með sér. Mannskepnan kemur sér upp allskyns hegðunarmynstri sem síast inn í undirmeðvitundina með þeim afleiðingum, að breytingar á lífsháttum geta kostað nokkur átök.
Nú eru átök í Kvistholti, vont sem felur í sér von um gott. Klassísk átök góðs og ills, þar sem hið góða felur í sér þröngan og hlykkjóttan stíg en hið illa beinan og breiðan, upplýstan, 4ra akreina þjóðveg, þar sem þarf að greiða vegtoll.
Á þessari stundu liggur ekki fyrir hvernig þessum átökum lyktar.
---------------------------
Það er orðið árlegt að litlir sumargestir tylla sér á pallinn um lengri eða skemmri tíma. Maríuerla hefur verið að fjölga sér hérna í nágrenninu og fyrir skömmu birtist eitt afkvæmið á pallinum og settist þar að eins og ekkert væri sjálfsagðara. Það var ekki fyrr en ég var kominn með EOSinn í tveggja metra fjarlægð að þessi saklausi fugl himinsins byrjaði að teygja vængina til undirbúnings fyrir brottför. Hætti svo við úr því ég koma ekki nær. Hann var ekki búinn að átta sig á því að það eru til ill öfl í heiminum.
-----------------------------------
Það er nú varla hægt að tala um náttúruöflin sem ill eða góð. Þau eru bara eins og þau eru. Mér finnst nú eins og við mennirnir séum farnir að setja okkur á dálítið háan hest þegar ógnaröfl náttúrunnar eru annar vegar. Kannski er það raunveruleg örvænting vegna yfirvofandi hruns í ferðaþjónustunni og kannski er það kröfugerð þess sem ekki ber ábyrgð en vill reyna að slá sig til riddara, eða kannski er það hrein og bein firring sem veldur því að menn telja að við, aumir menn, getum, eins og einhverjir töframenn, kviss-pang, brúað stórfljót á augabragði.
Við búum nú í þessu landi - það er eins og það er - svona er málum háttað hér.
Sýnum náttúruöflunum tiltekna virðingu.
Jæja - það kann að vera að við höfum til þess tæki og tól og verkkunnáttu, að græja eins og eina brú í einum grænum.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Sæludagar í sandkassanum (12 - LOK)
Framhald af þessu Þannig er það víst alltaf, að það sem byrjar á annað borð, því lýkur á endanum. Þannig var það einnig með þessa ferð til D...
-
Heilsugæslustöðin í Laugarási á vígsludegi 1997 (mynd: Jónas Yngvi Ásgrímsson) Ég hefði óskað þess, að fyrstu dagar nýs árs yrðu ánægjulegri...
-
Það er ótvíræður kostur við þorrabót eldri borgara í Biskupstungum, að það er ekki boðið upp á dansiball með tilheyrandi hávaða þegar fól...
-
Líklega lið annars bekkjar veturinn 1971-1972. Aftari röð f.v. Helgi Þorvaldsson, Eiríkur Jónsson, Kristján Aðalsteinsson, Páll M, Skúlaso...
Góða kann eg græja brú
SvaraEyðagefist til þess færi
og fái að vita fyrr en þú
- já fyrst - hvar best hún væri.
Annars nennir Hirðkveðill ekki að fjasa mikið um allt það röfl, sem heyrst hefur varðandi linku stjórnvalda við að hafa hemil á náttúru landsins. Og hananú!;)