24 júlí, 2011

Skúrir í grennd


Ég á nú að vera nægilega viti borinn til að gera mér grein fyrir því, að þegar veðurspá spáir eindreginni rigningu, þarf ég að klæða  mig almennilega ef ég ætla út í heilsubótargöngu.

Ég klæddi mig ekki almennilega og skellti mér í heilsubótargöngu. 
Merkin hefði ég getað lesið út skýjafarinu og með því að fara á veður punktur is.

Það var milt og þægilegt veður þegar ég lagði af stað í átt að Höfða. 
Lét gott heita þegar ég var kominn langleiðina.

Þá byrjaði að rigna. 
Rólega í fyrstu og olli engum áhyggjum.
Óx nokkuð hratt og ég langt frá hinum endanlega áfangastað. 
Varð að hellidembu sem ekki linnti.

Vanhugsaður klæðnaðurinn reyndist lítil vörn og það leið ekki á löngu áður en ég fann fyrir fyrstu vætunni innan klæða. 
Ég reyndi að herða gönguna. 
Var jafnvel farinn að huga að því að leita skjóls. 

Hugsaði samt um hetjuskap minn að ganga þarna hnarreistur í haugrigningu.
Sannur Íslendingur sem lætur veðrið  ekki aftra sér frá samneyti við fugla himinsins og dýr merkurinnar.

Ég mætti nokkrum bílum á leit á grænmetismarkað. 
Fólkið horfði á mig, en ég gat ekki lesið úr andlitsdráttum þess hvað því fannst.

Ég komst heim við illan leik, en hnarreistur og stoltur af því að hafa lokið daglegri göngu.
Ég komst inn í hlýjuna með alla möguleika á að ná hita í kroppinn eftir ræskingu náttúrunnar.

Auðvitað er lærdómur:
Lestu merkin og gerðu viðeigandi ráðstafanir.
Við vitum að þar sem dökk ský hrannast upp á himni, þar eru líkur á úrkomu.
Það eru ekki bara dökk ský á himni.

(prósaljóð - ef einhver skyldi ekki átta sig á því)

3 ummæli:

Litlir kallar og litlar kellingar

Heilsugæslustöðin í Laugarási á vígsludegi 1997 (mynd: Jónas Yngvi Ásgrímsson) Ég hefði óskað þess, að fyrstu dagar nýs árs yrðu ánægjulegri...