27 september, 2011

"Það er ekkert að geeeraaa!"

Ég hugsa að þeir séu ansi margir foreldrarnir sem kannast við þessa setningu hjá börnum sínum. Svarið í mínu tilviki hefur nú oftast verið eitthvað í þessa veruna: "Finndu þér þá eitthvað að gera", nú eða "Hvernig væri að fá sér bók og fara að lesa?"

Þessar aðstæður hafa komið aftur og aftur upp í hugann undanfarna daga við að hlusta á fádæma vælið í þessum forkólfum atvinnulífs í landinu. Það er eins og þeim finnist að Jóhanna mamma og Steingrímur pabbi eigi að finna eitthvað fyrir þá að gera.

Þeir hegða sér eins og ofdekraðir unglingar sem gera kröfur á alla aðra en sjálfa sig.

Ég fæ mig ekki til að skilja þennan ótrúlega þreytandi málflutning öðruvísi en svo að annað búi að baki en einhver raunveruleg andstaða ríkisstjórnarinnar við að atvinnulíf fari í gang.
Það er markvisst verið að vinna að því að koma þessari stjórn frá. Svo einfalt er það nú í mínum huga.

Svo sorglegt sem það er nú, þá virðist málflutningurinn ganga í þjóðina.

Ég hef áður fjallað um þjóðina - hún er eins og hún er.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Sæludagar í sandkassanum (12 - LOK)

Framhald af þessu Þannig er það víst alltaf, að það sem byrjar á annað borð, því lýkur á endanum. Þannig var það einnig með þessa ferð til D...