29 september, 2011

"Jæja, og hverju á svo að mótmæla?"

Væri það á planinu hjá mér að skella mér í að taka þátt í margnefndum mótmælum, klukkan þetta eða hitt á laugardaginn kemur, stæði ég frammi fyrir talsverðum vanda. Vandinn sá snýst nú einfaldlega um það, hverju skal mótmæla. Í sinni ýktustu mynd gæti staðan orðið sú, að ég stæði,  berjandi pottlokin mín, við hliðina á einhverri manneskju, sem ég tel vera rangrar skoðunar, berjandi sín pottlok. Gæti þessi aðstaða ekki orðið til þess að ég færi að berja hana með pottlokunum mínum, nú eða hún mig með sínum?

Helstu skoðanir eða tilfinningatjáningar mótmælanna á laugardaginn verða eitthvað af þessu, eða allt, eða ekkert:
1. Ríkisstjórnin, sú sem nú situr
2. Ríkisstjórnin, sem sat áður en hrunið varð.
3. Bankarnir
4. Útrásarvíkingarnir
5. Þjóðin sjálf
6. Alþingi eins og það leggur sig.
7. Stjórnmálastéttin (sem ég veit nú ekki vað er)
8. Íhaldið
9. Bensínhækkanir.
10. Hækkanir á lambakjöti.
11. Kötturinn í næsta húsi.
12. Hundkvikindið hans Sveins í Garði.
13. Eiturlyf.
14. Einelti.
15. Bara allt helvítis fokking fokkið.
16. Bara engu. Vil bara snapa fæting.

Ég tek ekki séns á að verða barinn af  ósammála meðmótmælendum mínum og því mæti ég ekki til þessara mótmæla. Ég, þessi rólyndismaður fann blóðið fara að ó´lga í mér í dag þegar væntanlegur mögulegur sammótmælandi minn hóf upp raust sína og lýsti ástæðum þess að hann ætlar að fara að mótmæla. Ef ég hefði haft pottlok.......

Mig grunar  að meginhluti mótmælenda ætli að mótmæla þeim sem síst skyldi í þessu öllu saman. Það finnst mér dapurlegt og okkur ekki til framdráttar sem þjóð. Þjóð sem á erfitt meða annað en horfa bara á naflann á sér.

Þannig er það.
Vonandi njóta menn helgarinnar.

1 ummæli:

  1. Gætir líka mætt með skilti sem á stendur "God Hates Fags" bara svona upp á grínið :)

    SvaraEyða

Litlir kallar og litlar kellingar

Heilsugæslustöðin í Laugarási á vígsludegi 1997 (mynd: Jónas Yngvi Ásgrímsson) Ég hefði óskað þess, að fyrstu dagar nýs árs yrðu ánægjulegri...