Maður getur alltaf borið von í brjósti, og gerir það reyndar, enda er það vonin sem gerir lífið þess virði að lifa. Ég held að sjálfsögðu áfram að vona á ýmsum sviðum, mikil ósköp. Ég hef ennþá trú á þessu landi, minni trú vissulega á þeirri þjóð sem byggir það.
Ég hafði ákveðna von um, að á þessu kvöldi hefði fulltrúum okkar á Alþingi skilist að skilaboðin frá þjóðinni fælust í því að þeir hættu að tala um eitthvað annað en hagsmuni þjóðarinnar. Það gerðist ekki.
Að því er varðar þing þessarar þjóðar, þá hef ég ekki von eftir þetta kvöld. Þetta verður, að þessu leyti, leiðindavetur.
Það er síður en svo skemmtileg tilhugsun, því miður.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
It's only words ...
Við erum mörg reið og það hvílir á okkur einhver óviðráðanlegur þungi. Við upplifum vonleysi og varnarleysi. Við reynum að skilja hvernig he...

-
Það er ótvíræður kostur við þorrabót eldri borgara í Biskupstungum, að það er ekki boðið upp á dansiball með tilheyrandi hávaða þegar fól...
-
Við Jósefína kenndum saman í Reykholtsskóla við upphaf 9. áratugarins, þegar ég var að stíga fyrstu skref mín sem kennari og það gekk allave...
-
Heilsugæslustöðin í Laugarási virðist ekki að hruni komin. Nú hefur forstjóri HSU skrifað annan pistil á vefinn island.is, til að upplýsa ok...
Engin ummæli:
Skrifa ummæli