03 október, 2011

Það mátti vona

Maður getur alltaf borið von í brjósti, og gerir það reyndar, enda er það vonin sem gerir lífið þess virði að lifa. Ég held að sjálfsögðu áfram að vona á ýmsum sviðum, mikil ósköp. Ég hef ennþá trú á þessu landi,  minni trú vissulega á þeirri þjóð sem byggir það.
Ég hafði ákveðna von um, að á þessu kvöldi hefði fulltrúum okkar á Alþingi skilist að skilaboðin frá þjóðinni fælust í því að þeir hættu að tala um eitthvað annað en hagsmuni þjóðarinnar. Það gerðist ekki.
Að því er varðar þing þessarar þjóðar, þá hef ég ekki von eftir þetta kvöld. Þetta verður, að þessu leyti, leiðindavetur.
Það er síður en svo skemmtileg tilhugsun, því miður.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Hin tápmiklu 12 og þjófagengið (síðari hluti)

  Framhald af þessu Þar sem hin tápmiklu 12 stóðu fyrir utan flóttaherbergið, var óhjákvæmilegt að hugurinn beindist að verkefninu framundan...