Þ. S. : Steingrímur missir ekki svefn . Gott að vita það en hvað skyldu margir foreldrar þessa lands missa svefn vegna þess að þau hafa ekki peninga í buddunni til að kaupa mat fyrir börnin sín daginn eftir.? En Steingrími er slétt sama um það. Búinn að hafa rúm 3 ár til að lagfæra hlutina ásamt Jóhönnu. Það eina sem að hefur verið gert er, að bönkunum hefur verið bjargað. læk 1
A.M.S.: Málefnalegheitunum er viðbrugðið í þessu kommentakerfi. Það er eiginlega alveg sama hvort upphafsumræðan snýst um mikilvæg efni eða ekki, fólk virðist eiga takmarkalaust af skít í fórum sínum og kastar vítt og breitt. Nánast alltaf með lokuð augun að því er virðist. læk 10
Þ.S. : Er það ekki að einhverju leyti af því að fólk á hvorki fyrir skuldum né mat og er við það að missa sitt húsnæði? Þessi ríkisstjórn er búin hafa rúm 3 ár til að gera eitthvað en hefur enn ekkert gert. Jú, hún hefur bjargað bönkunum. læk 1
A.M.S. : Það er nú ekki einsog fólk þurfi að þrykkja skít á alla kanta og blinda sjálft sig á orsök og afleiðingu þó það sé auralítið.Ég þarf t.d. ekki að ata þig auri þó ég sé blönk, ekki einu sinni þó þú hefðir unnið að því dag og nótt í þrjú ár að reyna að redda stöðu minni og annarra. læk 1
P.M.S.: Þ. S. Já þú segir 3 ár til að gera eitthvað - hvað finnst þér að það hafi átt að vera? Bara bjarga öllum, kannski? Þú segir að stjórnin hafi ekkert gert. Ertu nú ekki tilbúin til að endurskoða þá fullyrðingu lítillega? læk 1
Þ.S.: Þú gætir þá upplýst mig um hvað þau hafa gert í þágu heimilianna?. Allar upplýsingar vel þegnar. læk 0
P.M.S.: Það var nú reyndar ekki ég sem fullyrti um það sem gert hefur verið - ég var hinsvegar að benda á að alhæfingar eru yfirleitt ekki sterkar þegar maður vill að einhver taki mark á sér. læk 1
Þ.S.: A. M. S., það eru þúsundir fólks í þessu landi sem að eiga ekki fyrir mat fyrir börnin sín. Atvinnuleysi aldrei verið meira. Já og svona til viðbótar, þá var ég ekki "að þrykkja skít á alla kanta". En ég hef málfrelsi ennþá. Spurning hvenær því verður hent út í stjórnarskrá Jóhönnu og Steingríms. læk 0
P.M.S.: Þ.S., Það er sannarlega illa farið með þig :( læk 0
Þ.S.: Nú skil ég ekki? Var ég að tala um mig?? læk 0
Ég hyggst ekki svara þessar knýjandi spurningu Þ.S., sem er greinilega í krossferð fyrir hönd samborgaranna.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli