Í gær þurfti ég að bíða um stund á biðstofu bílaverkstæðis eftir að reglubundinni smurningu lyki. Á biðstofunni að annar karl í sömu stöðu og ég.
Ég ætlaði mér svo sem ekkert að fara að ræða við þennan ókunna mann, tók fram hundgamalt blað af Lifandi vísindum og hóf að fletta því. Það varð þó ekki mikið úr flettingum.
Það er nú meira ástandið í þessu þjóðfélagi - sagði hann, líklega til að þreifa á hvort hann hitti fyrir í mér skoðanabróður.
Já, það gengur misvel hjá stjórninni að komast áfram
Þessi stjórn hefur nú ekki gert neitt
Hvað meinarðu, er það nú alveg rétt?
Já, hún hefur ekki gert neitt sem skiptir máli.
Hún hefur þó gert eitthvað, er það ekki?
Hún lofaði skjaldborg um heimilin og hefur ekkert gert í því?
Hvað er átt við með þessari skjaldborg? Er það rétt að stjórnin hafi ekkert gert í því?
Já, hún lofaði skjaldborg og hún hefur ekki staðið við það.
Hvað átti hún að gera?
Nú sjá til þess að fólk missti ekki heimilin sín og þyrfti ekki að flytja úr landi.
Hún hefur nú gert heilmikið í að aðstoða heimilin, er það ekki?
Nei, og ef hún kemur kemur ekki kvótamálunum á hreint fyrir kosningar má hún biðja fyrir sér.
Það á bara að skipta um fólk þarna og fá þarna inn fólk sem ræður við verkefnið.
Hvaða fólk ætli það sé?
Það er til fullt af hæfu fólki.
Eins og hvaða fólki? Verðum við ekki að losa okkur út úr þessu kunningjasamfélagi og ganga bara í Evrópusambandið? Við munum aldrei geta stjórnað málum okkar sjálf svo vel sé við þessar aðstæður.
Já, já - Jóhanna vill það
Hér kom talsverð umræða þar sem ég lýsti skoðunum mínum á hinu og þessu í sjávarútvegsmálum (sem ég veit nú ekkert sérlega mikið um), eins og ég sá þau og í gegnum það kom í ljós að þarna var á ferðinni fyrrverandi útgerðarmaður til margra ára en starfaði nú við fiskvinnslu.
Sjórinn er fullur af fiski. Þessi fiskveiðistjórnun er hreint rugl!
Hvað meinarðu?
Jú ég veit að það hefur aldrei verið annað eins af fiski við landið. Ég skrifaði öllum þingmönnum um þetta, en það voru ekki nema einn eða tveir sem svöruðu mér?
Er það ekki hlutverk fiskifræðinga að meta í hvaða ástandi fiskistofnar eru við landið?
Það er nú meira bullið. Þeir vita ekkert hvað þeir eru að gera. Þetta mat þeirra byggir að yfir 90% á togararallinu þar sem þeir sigla sömu slóðina ár eftir ár, eins og fiskarnir séu bara alltaf á sama stað í sjónum. Meiri hálfvitagangurinn!
Hvernig á þá að mæla þetta? Eru þeir ekki menntaðir til að meta stærð fiskistofna.
Það er bara algert prump. Heldurðu að þeir sem stunda sjóinn allt árið séu ekki betur í stakk búnir til að segja um stærð fiskistofna? Nei, það er sko fullur sjór af fiski, já, inni á fjörðum þar sem áður var enginn fiskur, en allt fullt núna.
Er þá nokkuð annað en sýna fram á að staðan sé svona?
Það er ekkert hlustað á það.
Svona hélt þetta áfram, enginn flötur þar sem hægt að finna eitthvað sameiginlegt. Hann talaði út frá sinni sýn, og ég minni og hvorugur tilbúinn að sættast á sjónarmið hins, svo nokkru næmi.
Svona er umræðan búin að vera á þessu landi undanfarin ár. Menn, ég sem aðrir, eru tilbúnir til að blása út úr sér skoðunum sínum á öllu og öllum, en hreint ekki tilbúnir að hlusta á eða taka mark á því sem aðrir hafa fram að færa. Stálin stinn ráða umræðuhefðinni sem við erum búin að koma okkur upp. Mikið óskaplega er hún leiðinleg og niðurdrepandi.
Sem betur fer kom að því að bíll málfélaga míns var tilbúinn. Það síðasta sem hann sagði við mig var:
Já, Jóhanna bjargar þessu öllu! með lítt dulinni hæðninni. Hann kvaddi ekki þegar hann yfirgaf verkstæðið.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Sæludagar í sandkassanum (12 - LOK)
Framhald af þessu Þannig er það víst alltaf, að það sem byrjar á annað borð, því lýkur á endanum. Þannig var það einnig með þessa ferð til D...
-
Heilsugæslustöðin í Laugarási á vígsludegi 1997 (mynd: Jónas Yngvi Ásgrímsson) Ég hefði óskað þess, að fyrstu dagar nýs árs yrðu ánægjulegri...
-
Það er ótvíræður kostur við þorrabót eldri borgara í Biskupstungum, að það er ekki boðið upp á dansiball með tilheyrandi hávaða þegar fól...
-
Líklega lið annars bekkjar veturinn 1971-1972. Aftari röð f.v. Helgi Þorvaldsson, Eiríkur Jónsson, Kristján Aðalsteinsson, Páll M, Skúlaso...
Jahh, voru menn með upptökutæki með sér á verkstæðinu? :) Eða er minnið sterkara en aldrei fyrr :)
SvaraEyðaMenn eru þjálfaðir í að tileinka sér aðalatriði ákveðinna aðstæðna og koma þeim síðan í veiðeigandi og trúverðugan búning. Þannig er það. :)
SvaraEyðaÆ, er ekki hægt að finna einhvers staðar ljóðskrímslið sem hirðkveðillinn var að yrkja? Týnt!
SvaraEyða