29 janúar, 2012

Að höndla hinn eina sannleik


"Þetta fólk sem núna er við stjórnvölin er ekki starfi sínu vaxið það vita allir og sjá vitibornir menn"                                                                                            

Þessa mögnuðu setniningu afrita ég úr einum þeirra þúsunda umræðuþráða á fasbókinni sem snúast um pólitík. Þessi setning kristallar, í mínum huga,  þann málflutning sem stjórnarandstaðan beitir.

Ég þarf að fá svar við, í þessu sambandi hvað það felur í sér að vera starfi sínu vaxinn í ríkisstjórn þessi árin.

Ég þarf að vita hvað átt er við með því þegar höfundur notar orðið "allir". Eru það raunverulega allir, eða bara þeir sem eru andstæðingar stjórnarinnar. Ef það eru raunverulega allir, þá er ekki líklegt að Steingrímur, Jóhanna og þeirra fólk, væru enn í valdastöðu - þau myndu jafnvel tilheyra þessum hópi sjálf.  

Þá vil ég líka fá svar við því hvað það felur í sér að vera það sem kallað er "vitiborinn maður". Er það eitthvað sem aðeins stjórnarandstæðingar (aðallega, líklega sjálfstæðismenn) geta með réttu notað um sig, úr því þeir eru til sem ekki sjá og ekki vita það sem þarna er fullyrt.    

Er nú líklegt að við komumst eitthvað áfram með svona málflutningi dag eftir dag, viku eftir viku, mánuð eftir mánuð?

Ætli sé ekki til skynsamlegri og uppbyggilegri nálgun?

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Hin tápmiklu 12 og þjófagengið (síðari hluti)

  Framhald af þessu Þar sem hin tápmiklu 12 stóðu fyrir utan flóttaherbergið, var óhjákvæmilegt að hugurinn beindist að verkefninu framundan...