20 janúar, 2012

Skamm og sveiattan

Ég borga fyrir þetta. Hef lengi reynt að líta svo á að þarna sé stofnun sem á skilið tilhlíðilega virðingu. Í dag verð ég að viðurkenna að ég hef haft rangt fyrir mér að talsvert miklu leyti.

Ég var með umræðu, sem staðið hefur yfir í allan dag, í bakgrunni í vinnunni (ég borga fyrir þetta, og á rétt á að vita hvernig löggjafinn hagar vinnunni sinni). Mikið skelfing reyndi þetta blessað fólk að klæða málflutninginn sinn í málefnalegan búning. Talaði eins að það byggi  yfir einhverri meiri innsýn í sannleikann og réttlætið en dauðlegir menn. Það var hinsvegar ótrúlega grunnt niður á aðra og ógeðfelldari þætti mennseðlisins.

Þarna er á ferðinni mál, þar sem er hægt að tína til einhvern sæmilegan rakapakka fyrir nánast hverju sem er og þessvegan alveg hreint upplagt tækifæri til hefnda fyrir eitthvað sem einhver kann að hafa gert á hlut einhvers. Stórfínt tækifæri til að kom höggi á andstæðinga eða samherja, ekki með beinum orðum, að sjálfsögðu, en samt með mjög afgerandi og ótvíræðum hætti.

Stórkostlegt tækifæri til hefnda - fyrir tapaðan ráðherrastól, kannski - fyrir útilokun í þingflokki, kannski.

Einn kom nokkuð vel út, en það var sá sem kallaði á varaformann þess flokks sem telur sig ávallt vera að tala í nafni þjóðarinnar: "Hlustaðu á þjóðina!"  Var það von - þau voru að gera eitthvað allt annað en það þarna á þingi í dag.

Það sem þarna á sér stað í dag og reyndar stöðugt oftar, er, já ég segi það bara, skammarlegt.

Leikurinn að  byrja - nú er bara að freista þess að gleyma hörmunginni um stund.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Hin tápmiklu 12 og þjófagengið (síðari hluti)

  Framhald af þessu Þar sem hin tápmiklu 12 stóðu fyrir utan flóttaherbergið, var óhjákvæmilegt að hugurinn beindist að verkefninu framundan...