"Framvegis verður þeim bara gefið uppi á borðinu!" segir fD um leið og hún skellir hurðinni út á pall, þar sem við erum búin að koma upp aðstöðu til að auka líkur á að fuglar himinsins lifi af harðan veturinn á voru ísakalda landi. Aðstaðan felst í borði sem við komum fyrir þarna úti með það í huga, að undir því gæti verið gott skjól fyrir greyin þegar ekki viðrar nægilega vel uppi á því.
"Ég kæri mig ekkert um að vera að fóðra þessi kvikindi til að þau fari að búa sér til hreiður þarna og fjölga sér". Það er sem sagt um það að ræða, að lítil mús hefur verið að laumast í kornið við og við. Hurðaskellurinn sem nefndur er hér efst var til kominn vegna þess að það sást til lítils ræfils gægjast út úr holu sinni í snjóbing, rétt við hliðina á gjafastaðnum.
Músin er ekki eina tegundin í þeirri fánu sem þrífst í Laugarási, sem er nokkurskonar persona non grata þegar fuglgæska fD er annarsvegar. Frekjan í starraskrattanum hrekur auðnu- og snjótittlingana á brott. Hann lemur þá frá sér og hámar svo í sig rándýrar fitukúlurnar. Þessi ódámur á ekkert með að vaða hér yfir allt og alla á lúsugum fjöðrunum! Þetta er svona endurorðað það sem sagt hefur verið um starrann síðustu vikur.
Það hafa komið kettir á gjafastaðinn - örugglega til að fá korn, enda útigangskettir, sem enginn ann eða ber ábyrgð á. Sannarlega er þeim vorkunn, eins og öðrum sem eiga ekki annars kost en að berjast fyrir lífi sínu í óblíðri veðráttuni á landinu bláa.
Ég hef gert mig sekan um að stugga við köttum.
Kannski er bara best að hætta að dreifa korni úti á palli, meðan ekki finnst aðferð til að greina í sundur þær lífverur sem mega og þær sem ekki mega.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Sæludagar í sandkassanum (12 - LOK)
Framhald af þessu Þannig er það víst alltaf, að það sem byrjar á annað borð, því lýkur á endanum. Þannig var það einnig með þessa ferð til D...
-
Heilsugæslustöðin í Laugarási á vígsludegi 1997 (mynd: Jónas Yngvi Ásgrímsson) Ég hefði óskað þess, að fyrstu dagar nýs árs yrðu ánægjulegri...
-
Það er ótvíræður kostur við þorrabót eldri borgara í Biskupstungum, að það er ekki boðið upp á dansiball með tilheyrandi hávaða þegar fól...
-
Líklega lið annars bekkjar veturinn 1971-1972. Aftari röð f.v. Helgi Þorvaldsson, Eiríkur Jónsson, Kristján Aðalsteinsson, Páll M, Skúlaso...
Gefa músaostinn undir borðinu, kattafiskinn fyrir neðan pallinn - dálítið frá músunum, öllum fuglum nema starranum á borðinu - starranum á að færa heim.
SvaraEyðaog svo á ekkert að vera að skammast út í okkur sem erum lúsug, ferfætt eða segjum stundum mjá! Einn heimur Einn Guð. Allsnægtir fyrir alla!!!-
Fram þjáðu dýr í þúsund löndum, sem þekkið grimmra manna hug...
að ein þið skuluð eyð'á söndum
öll nú sýna hreyst' og dug.
Fóðurbirgðirnar faldar
já og frúin er keik
Samt skulu upp hér a-a-aldar
alls kyns tegundir í leik.
Undir borði´býsna flottar mýsur
uppi bústið smáfuglalið
útí garði alls kyns hrekkjakísur
einkaþjón fær starrans lið.
Hirðkveðill Kvistholts - gegn mismunun tegundanna;)
Þau eru misjöfn gæðin sem kostur er á - jafnrétti og réttlæti eru orð yfir eitthvað sem hver getur túlkað fyrir sig.
SvaraEyðaEr þetta ekki sama hvert sem litið er - fegurðin og sakleysislegt tístið veitir þér það sem þú vilt.
Dýranallinn er fínn, fH
Starrinn er einhver skemmtilegasti fuglinn að mínu mati. Lúsin er á flestum öðrum fuglum svo ekki ætti að kenna honum eingöngu um kláða.
SvaraEyðaKannski er best að fóðra mýsnar sem mest við staði þar sem kötturinn kemst að þeim óséður ;)