16 janúar, 2012

Brimsaltir iðnaðarsílikonsbrjóstapúðar.

Ég botna orðið ekkert í hvað það er í þessu þjóðfélagi okkar, sem veldur því, að við þurfum að ganga í gegnum hverja vanstilltu fjölmiðlaumræðuna á fætur annarri. Það virðist ekki ætla að verð neitt lát á þessu. Það þurfti hvorki meira nér minna en stóra iðnaðasaltsmálið til að láta stóra brjóstapúðamálið hverfa. Iðnaðarsaltsmálið mun síðan hverfa í skuggann eftir nokkra daga þegar stóra Haarde-málið brýst fram á ný í allri sinni yndislegu jákvæðni og upplífgandi umræðustemningu.

Ég fæ það ansi oft á tilfinninguna að samfélagið sé að rifna í sundur á einhverjum saumum - það sem hefur haldið því saman sé smám saman að rakna upp og út um rifurnar gjósi úr fúlum pyttum spillingarinnar sem hefur fengið að gegnsýra hvern einasta kima lengur er nokkur kærir sig um að muna.

Ég vil samt reyna að trúa því að svo sé ekki, heldur sé hér um að ræða blaðamennsku sem áttar sig ekki á því að stundum er nóg, nóg. Fínt að stinga á kýlum, eðli máls samkvæmt, en það þarf ekki að láta vella úr þeim dögum saman.
Hversvegna gera þeir það?
Er tilgangurinn kannski göfugur?
Byggir þetta á þeirri vitneskju að þessi þjóð hefur gullfiskaminni?   Já - líklega. Það dugir ekki að segja okkur hlutina þremur sinnum - það dugir ekki minna en þrjúhundruðþrjátíu og þremur sinnum.


2 ummæli:

  1. Ekki ertu heimskur, og ekki ertu ólæs , og ekki ertu heyrnarlaus ?

    Vegna skrifa þinna vil ég bara segja að einhverjir aular eru ráðnir af pólitíkusum til að þvælast fyrir hjá opinberum stofnunum !!!
    Þessir aular eru á ofurlaunum til að Þvælast fyrir og til að ljúga að venjulegu fólki !!!

    Þess vegna eru fjölmiðlar komnir í silikon og salt !!!!

    SvaraEyða
  2. Aldeilis fín tað fá þetta svona ofurskýrt með hæfilegu magni af upphrópunarmerkum, svo til áherslu. Hefði vissulega verið betra að geta tengt nafn við.

    SvaraEyða

Hin tápmiklu 12 og þjófagengið (síðari hluti)

  Framhald af þessu Þar sem hin tápmiklu 12 stóðu fyrir utan flóttaherbergið, var óhjákvæmilegt að hugurinn beindist að verkefninu framundan...