31 mars, 2012

Fer FI212 eða ekki?

"Við erum nú ekkert að fara af stað á næstunni" sagði fD snemma í morgun, en hélt samt áfram að taka til í töskuna. "Flugið er horfið af textavarpinu".
Þetta var upphafið að talsverðri krísu sem nú er loks til lykta leidd. Flugfélagið sem eitt sinn var allra landsmanna og er nýverið orðið stundvísasta flugfélagið komst ekki vel frá þessu máli.

Örlitlu efafræi var reyndar sáð í huga mér í gærkvöldi þegar ég ákvað að innrita okkur á netinu. Á brottfararspjaldinu stóð réttur flugtími, er þar kom fram að BOARDING væri 5 tímum seinna. Þetta afgreiddi ég nú bara sem einhver tölvumistök.

Í morgun kom síðan yfirlýsing fD.
- Textavarpið hafði hent fluginu út.
- Airport.is greindi frá seinkun um 5 tíma.
- Ekkert símanúmer fannst til að fá staðfestingu.
- Kl. 8:17 var flugið aftur komið á réttan tíma á airport.is.

Verðandi flugfarþegar stukku til og hraðpökkun átti sér stað þar til tvenn smáskilaboð komu komu í símann minn, þar sem flugfélagið lýsti hryggð sinni yfir seinkun á fluginu um 5 tíma. Þar kom einnig þetta fram, nákvæmlega svona: Upplýsingar í sím  - sem sagt ekkert símanúmer.

Nú var staðan sú að sms greindi frá seinkun, airport.is var með flugið á áætlun og ekkert símanúmer fannst, sem hafa mætti samband við.

Þá hringdi ég í 118 og þar fékk ég uppgefið símanúmer IGS og var sagt að þar myndi fólk svara mér, sem það reyndist ekki gera - það hringdi bara út.

Enn var staðan óbreytt og klemman snérist um hvort trúa ætti textavarpinu og airport.is eða sms sendingunni. Ákveðið að treysta því fyrra og hraðpökkunin hélt áfram, enda að verða komið á áætluðum brottfarartíma frá Kvistholti.

Ég ákvað þó að reyna betur við 118 - kannski var til annað númer.
Nú setti ég þolinmóða konuna sem svaraði, alveg inn í málið. Hún fór á airport.is og sá þar, að flug FI212 var komið á áætlun 5 tímum síðar en upprunaleg áætlun hljóðaði upp á.

Með þessar upplýsingar í hendi, og í samræmi við sms og textavarp, var pökkun sett á bið; brottför úr sveitasælunni frestað um 5 tíma.

Auðvitað verður Kvistholt vel vaktað þá daga sem við fD sinnum erlendis búandi Kvisthyltingum í nokkra daga.

1 ummæli:

  1. Það var eins gott að þú tókst þetta fram með vöktunina. Annars hefði ég gert Kvistholt að sumarbústað í páskafríinu - og haft með mér glæfralegt partílið!

    Góða ferð, góða skemmtun - og mikið verður gaman að sjá og skoða lítil börn nýfædd sem aðeins eldri. ;)

    Helga Ág.

    P.S. Ég væri alveg í vandræðum með þig, hefði ég ekki fD til að koma einhverju skipulagi á gjörðir þínar - undirbúning og framkvæmdir En þú ert nú samt góður á síma og tölvu. Hnjé, hnjé og hnegg... ;)

    SvaraEyða

Hin tápmiklu 12 og þjófagengið (síðari hluti)

  Framhald af þessu Þar sem hin tápmiklu 12 stóðu fyrir utan flóttaherbergið, var óhjákvæmilegt að hugurinn beindist að verkefninu framundan...