Ég ætla að leyfa lesendum að giska á hver það var sem lét fyrirsögnina sér um munn fara þar sem ég kom heim með kassann sem geymdi nýjustu græjuna á heimilinu.
Ég hef áður lýst því yfir að í mér leynist ákveðin tegund af græjufíkli, þó svo slíkar yfirlýsingar hæfi vart manni á mínum aldri. Ég get hér með bætt því við, að ég er afskaplega athafnasamur maður í því sem hentar mér eða sem áhugi minn beinist að og við slík tækifæri kýs ég að bíða ekki með það til morguns sem ég get gert eins og skot. Það sem mér hugnast hinsvegar síður að fást við, bíður oftar en ekki von úr viti og af því hef ég fengið að heyra gegnum tíðina, en minna upp á síðkastið, enda fD væntanlega farin að átta sig á hvern mann ég hef að geyma. Varla seinna vænna.

Engin ummæli:
Skrifa ummæli