04 nóvember, 2014

Þegar sjóninni hrakar

Það eru allmörg ár síðan ég gerði mér grein fyrir því að ég var farinn að lesa minna en áður. Þá áttaði ég mig einn góðan veðurdag að ef til vill þyrfti ég að fá mér gleraugu, sem ég gerði, svokölluð hagkaupagleraugu. Þetta breytti lífinu til muna, en þar kom að ég var farinn að nota mismunandi gleraugu við mismunandi aðstæður og því varð það úr að ég skelllti mér til augnlæknis sem mældi rækilega á hvern hátt sjón mín viki frá því sem eðlilegt telst. Í framhaldi af því fór ég með niðurstöður læknisins í gleraugnabúð og fékk mér ein gleraugu sem dugðu við allar aðstæður. Þau voru sem sagt þannig, að ef ég þurfti að lesa þá horfði ég í gegnum þau neðst en ef ég þurft að sjá frá mér þá horfið ég efst. Miðhlutinn var síðan ætlaður sjónvarps- og tölvusýn. Mér gengur ágætlega að nota þessi gleraugu og tel mig vera, á grundvelli þeirra talsvert "víð"sýnan.

Þetta má kallast undarlegur inngangur, en svo verður að vera.

Stofnunin sem ég starfa við, sem er Menntaskólinn að Laugarvatni. Hann varð 60 ára á síðasta ári og það var ákveðið að efna til myndbandasamkeppni innan skólans af því tilefni. Myndböndin áttu síðan að geta nýst sem kynningarmyndefni fyrir stofnunina í framhaldinu. Það var skipuð dómnefnd og síðan bárust í keppnina skemmtileg myndbönd sem gáfu góða, en mismunandi sýn á lífið innan stofnunarinnar. Dómnefndin valdi síðan þrjú efstu myndböndin og verðlaun voru veitt.

Þá var ég kominn með gleraugun góðu og gat horft á myndböndin bæði nálægt og í fjarlægð.

Hér fyrir neðan gefur að líta það myndband sem dómnefndin valdi í fyrsta sæti. Að mínu mati er hér á ferðinni afar metnaðarfullt verk, vel unnið og fagmannlega og kannski það besta við það er, að það geislar af kímni og léttleika um leið og það nær vel því markmiði að kynna líf og starf í skólanum.

Það reyndist hinsvegar svo, að af ákveðnum ástæðum fellur myndbandið ekki fyllilega að því sem stofnunin vill standa fyrir og því er því ekki haldið á lofti. Ég læt áhorfendur um að dæma hvort það rýrir myndbandið á einhvern umtalsverðan hátt.


Hér eru síðan myndböndin sem urðu í öðru og þriðja sæti.
Þetta varð í öðru:

Þetta varð í þriðja sæti:

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Hin tápmiklu 12 og þjófagengið (síðari hluti)

  Framhald af þessu Þar sem hin tápmiklu 12 stóðu fyrir utan flóttaherbergið, var óhjákvæmilegt að hugurinn beindist að verkefninu framundan...