Þetta má kallast undarlegur inngangur, en svo verður að vera.
Stofnunin sem ég starfa við, sem er Menntaskólinn að Laugarvatni. Hann varð 60 ára á síðasta ári og það var ákveðið að efna til myndbandasamkeppni innan skólans af því tilefni. Myndböndin áttu síðan að geta nýst sem kynningarmyndefni fyrir stofnunina í framhaldinu. Það var skipuð dómnefnd og síðan bárust í keppnina skemmtileg myndbönd sem gáfu góða, en mismunandi sýn á lífið innan stofnunarinnar. Dómnefndin valdi síðan þrjú efstu myndböndin og verðlaun voru veitt.
Þá var ég kominn með gleraugun góðu og gat horft á myndböndin bæði nálægt og í fjarlægð.
Hér fyrir neðan gefur að líta það myndband sem dómnefndin valdi í fyrsta sæti. Að mínu mati er hér á ferðinni afar metnaðarfullt verk, vel unnið og fagmannlega og kannski það besta við það er, að það geislar af kímni og léttleika um leið og það nær vel því markmiði að kynna líf og starf í skólanum.
Það reyndist hinsvegar svo, að af ákveðnum ástæðum fellur myndbandið ekki fyllilega að því sem stofnunin vill standa fyrir og því er því ekki haldið á lofti. Ég læt áhorfendur um að dæma hvort það rýrir myndbandið á einhvern umtalsverðan hátt.
Hér eru síðan myndböndin sem urðu í öðru og þriðja sæti.
Þetta varð í öðru:
Engin ummæli:
Skrifa ummæli