Það hefur ekki farið fram hjá þeim sem lesið hafa þessi skrif mín, að ég hef haft nokkurn áhuga á þróun mála sem tengjast fyrrum sláturhúsi SS hér í Laugarási. Eftir að slátrun lagðist af 1989 var húsið að mestu í reiðileysi þar til það var selt, ásamt landinu 1998, en þar skyldi hafinn veitinga- og hótelrekstur. Í sem stystu mál gekk það upp og ofan og á endanum gekk það ekki og Byggðastofnun eignaðist heila klabbið. Undanfarin sumur hefur einhver hreyfing verið þarna á köflum, fremur fálmkennd, án þess ég viti svosem mikið um það, frekar en það sem hér fer á eftir:
Allir þeir punktar sem hér eru nefndir eru óstaðfestir og því ber að taka þeim með fyrirvara:
Ég hef sem sagt heyrt eftirfarandi:
a. Byggðastofnun seldi húsið (og væntanlega landið) og sveitarstjórn Bláskógabyggðar fékk ekkert að vita um það.
b. Opinber starfsmaður á svæðinu varð var við að eldur logaði utandyra við sláturhúsið, fór á staðinn og benti fólki, sem þar dundaði sér við að bera það sem lauslegt var út fyrir húsið, á bálköst, á að slíkt væri bannað og til þess arna ætti að nota gáma. Hann fékk ekki jákvæð viðbrögð við tilmælum sínum um að viðkomandi létu af verknaði sínum.
c. Kaupendur væru tengdir ferðþjónustufyrirtæki, sem meðal annars væru umsvifamiklir í fólksflutningum.
d. Kaupendur tengdust BSÍ
e. Kaupendur hygðust rífa sláturhúsið og byggja þess í stað hótel.
f. Það hafi sést þrívíddarteikning (módel) af umræddu hóteli, sem flokkast geti undir glæsihótel.
g. Á þrívíddarteikningunni er hótelið bogalaga á þrem hæðum og sú hliðin sem snýr að Hvítá er úr gleri. Þakið er að hluta einnig úr gleri og á hugsunin að vera sú, að þar fyrir neðan geti gestir setið í hægindum og fylgst með norðurljósum.
h. Að kaupandinn og sá sem er í forsvari, sé fyrrverandi vert á ......(vil ekki ganga og langt).
Reynist allt þetta vera rétt og satt (ef frá eru dregnir liðir a. og b.) þá er það sannarlega fagnaðarefni.
Betri staður en Laugarás, í hjarta uppsveita Árnessýsu, með ótal möguleikum til stuttra ferða þar sem helstu djásn landsins er að finna, er vandfundinn.
Reynist þetta allt vera steypa, er það auðvitað leitt, en maður fékk þó að ylja sér við tilhugsunina litla stund :)
Ég kvika, þrátt fyrir þetta, ekki frá þeirri skoðun minni, að í Laugarási verði byggt hjúkrunarheimili í tengslum við Heilsugæslustöðina.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
It's only words ...
Við erum mörg reið og það hvílir á okkur einhver óviðráðanlegur þungi. Við upplifum vonleysi og varnarleysi. Við reynum að skilja hvernig he...

-
Það er ótvíræður kostur við þorrabót eldri borgara í Biskupstungum, að það er ekki boðið upp á dansiball með tilheyrandi hávaða þegar fól...
-
50 ára stúdentar, 2024 Maður áttar sig ekki endilega á því, meðan einhverjar aðstæður eru fyrir hendi, hvort þær hugsanlega muni skipta máli...
-
Við Jósefína kenndum saman í Reykholtsskóla við upphaf 9. áratugarins, þegar ég var að stíga fyrstu skref mín sem kennari og það gekk allave...
Engin ummæli:
Skrifa ummæli