Þetta tilkynnti ég fD og hún gerði ekki athugasemdir við þessar niðurstöðu mína.
Auðvitað vissi ég að val á sundbuxum gæti orðið allt annað en einfalt því þar koma að ótal breytur sem get haft áhrif á valið. Það hvarflaði að mér að mér að það væri nú gott ef kæmi nú svona spurningaleikur á Fb: What kind of swimsuit suits you best? Take the test. Þá þyrfti ég bara að svara svona 10 spurningum og fengi niðurstöðuna svart á hvítu. Það er enginn svona spurningaleikur í gangi.
Svo hófst ferðin til höfuðstaðar Suðurlands, en þar þurfti að sinna ýmsum erindum, meðal annars að athuga hvort þar fengjust viðeigandi sundbuxur. Þó margt annað sem gerðist í þessari kaupstaðarferð hafi verið óendanlega skemmtilegt og fróðlegt, þá einbeiti ég mér bara að þessu sundbuxnamáli hér og nú.
A |
Þar sem enginn var Fb leikurinn til að hjálpa mér við val á svona flík, þá varð ég sjálfur að búa mér til spurningar með helstu breytum, því auðgljóslega yrði um margt að velja og mikilvægt að ég setti fram sjálfstæða skoðun þegar kæmi að sundbuxnavalinu.
Hér eru áhugaverðar spurningar sem sundbuxnakaupandi gæti þurft að svara til að taka upplýsta ákvörðun:
1. Hvað ertu gamall?
Valkostirnir væru einhver aldursbil
2. Hvernig ertu í vexti?
Valkostirnir væru á bilinu frá vaxtarræktarmaður upp í "Hvað áttu við?"
B |
Valkostir frá því að vera á lausu og upp í "harðgiftur í 40 ár"
4. Stundarðu sund?
Valkostir frá aldrei og upp í daglega.
5. Hefurðu þörf fyrir að vera áberandi.
Valkostir frá því að vera "nei engan veginn" og upp í "nú, auðvitað".
6. Hverjar eru stjórnmálaskoðanir þínar?
Valkostir eru þetta venjulega frá vinstri til hægri.
C |
Valkostir óræðir, en eitthvað sem tengist litum.
8. Til hvers ætlar þú að nota sundbuxurnar?
Valkostir tengjast óhjákvæmilega svarinu við spurningu 4.
9. Hefur þú frelsi til að kaupa þær sundbuxur sem þig langar í?
Valkostir á bilinu "Nei, alls ekki" og upp í "Já, auðvitað! Þó það nú væri!"
10. Vantar þig raunverulega sundbuxur?
Vakostir frá "Neeeei, ætli það" og upp í "Auðvitað! Hverskonar hálfvitaspurning er þetta?"
Ég var örugglega búinn að fara í gegnum allar þessar spurningar í
huganum þegar við fundumm sundbuxnarekkann í búðinn sem fD hafði bent mér á.
D |
E |
"Þú þarft ekki stærra en XL(?/!)" - ég set þarna tvo möguleika um greinamerki þar sem mér var ekki fullljóst hvernig skilja bæri það sem fD sagði.
Þessar sundbuxur voru til í þrem litum, og þá má sjá á meðfylgjandi myndum. Þegar stærðin var klár í huga mér stóð ekkert annað út af en liturinn.
"Það sér minnst á svörtu" - heyrðist í sjálfskipuðum ráðunaut mínum.
Ég fór úr þessari búð með sundbuxur í poka, en hvaða lit of lögun skyldi ég hafa valið? A, B, C, D eða E?
Engin ummæli:
Skrifa ummæli