"Ég er að fara erlendis" Við skiljum þann sem þetta segir (með réttu eða röngu) sem svo að hann hyggist halda af landi brott, að hann sé að fara utan, eða að hann sé að fara tíl útlanda.
Erlendis mun vera eitt af þessum orðum sem kölluðust atviksorð og gefa til kynna kyrrstöðu, svona eins og inni eða úti. Þessi orð gefa til kynna að einhver er á einhverjum tilteknum stað. Þannig segir maður: Ég er inni eða Ég er úti. Í samræmi við það segir maður væntanlega Ég er erlendis. Þá vaknar spurningin: Ef maður getur sagt: Ég er að fara erlendis, getur maður þá einnig sagt Ég er að fara inni, eða Ég er að fara úti? Fáir held ég að myndu telja svo vera.
"Ég ætla að versla (mér) föt" Þetta skiljum við (með réttu eða röngu) þannig, að viðkomandi ætli að kaupa (sér) föt. Sögnin að versla felur í sér að eitthvað er látið af hendi í stað einhvers annars. Þannig kaupir maður skyrtu og lætur af hendi einhverja fjárupphæð í staðinn. Í samræmi við það er eðlilegt að segja: Ég var að versla. Það er einnig hægt að segja að einhver versli með skyrtur og þá merkir það að hann kaupir skyrtur og selur þær síðan aftur. Sá sem fer út í búð til að versla, sér þar kannski þessa fínu skyrtu og niðurstaðan verður sú að hann kaupir hana og kaupmaðurinn selur hana. Kaupandinn verslar skyrtuna ekki, þó svo kaupmaðurinn versli með skyrtur. Kaupmaðurinn kaupir skyrtur og selur þær aftur og verslar þannig með skyrtur. Viðskiptavinurinn kaupir skyrtu og greiðir fyrir hana og þannig má segja að hann versli við kaupmanninn, en hann verslar (sér) ekki skyrtuna.
Svo mörg voru þau orð og ég get þó alltaf sagt að ég hafi reynt.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Sæludagar í sandkassanum (12 - LOK)
Framhald af þessu Þannig er það víst alltaf, að það sem byrjar á annað borð, því lýkur á endanum. Þannig var það einnig með þessa ferð til D...
-
Heilsugæslustöðin í Laugarási á vígsludegi 1997 (mynd: Jónas Yngvi Ásgrímsson) Ég hefði óskað þess, að fyrstu dagar nýs árs yrðu ánægjulegri...
-
Það er ótvíræður kostur við þorrabót eldri borgara í Biskupstungum, að það er ekki boðið upp á dansiball með tilheyrandi hávaða þegar fól...
-
Líklega lið annars bekkjar veturinn 1971-1972. Aftari röð f.v. Helgi Þorvaldsson, Eiríkur Jónsson, Kristján Aðalsteinsson, Páll M, Skúlaso...
Engin ummæli:
Skrifa ummæli