Annar ók og gerði tillögur að tökustöðum. Hinn tók á tökustöðunum.
Ljóst er, eftir þennan tökuleiðangur, að verkið er jafnvel umfangsmeira en áætlað var í fyrstu og mögulegt, jafnvel, að einhverjum spurningum verði ósvarað eftir að vinnslu umfjöllunarinnar lýkur, en hún mun birtast í næst tölublaði, sem kemur um mánaðamót nóvember og desember, næstkomandi.
Vegna leyndar, sem óhjákvæmilega hvílir yfir verkefninu og samkeppnissjónarmiða, verða ekki birtar hér neinar myndir sem teknar voru í ferðinni, utan þrjár: af girnilegum brauðhleifum frá Sindra bakara í Bjarnabúð, af öðrum blaðamanninum skyggnast um nærumhverfi sitt og sú þriðja af húsbyggingum í Biskupstungum, sem líklegt er að fáir hafi augum litið frá því sjónarhorni sem sýnt er.
Loks er birt ein mynd af afurðum einhvers svaðalegasta kleinubaksturs sem átt hefur sér stað í Kvistholti.
Hér lýkur þessari skýrslu um enn eitt þarfaverkið sem ritstjórn Litla Bergþórs ræðst í.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli