Haustið 1970, eða fyrir næstum 47 árum, hóf ég að ganga um húsnæði Menntaskólans að Laugarvatni. Þar hef ég gengið síðan, ef frá eru talin 12 ár, frá 1974 til 1986.
Símtalið
Vorið 1986 fékk ég þetta símtal frá Kristni Kristmundssyni, skólameistara. Hann var í einhverjum vandræðum með enskukennara og og hafði dottið í hug að biðja mig að sækja um, en á þessum tíma var ég grunnskólakennari og reyndar orðinn nokkuð móður í því starfi - fannst kannski of mikið af tíma mínum færi í annað en það sem ég hafði menntað mig til.
Kristinn hitt vel á og ég var ráðinn. Við tók erfiðasti vetur á starfsferlinum, með 37 tíma kennslu á viku. Það hlaut eitthvað að gefa sig, og gerði það, reyndar. Svo varð þetta smám saman léttara.
Ég hef starfað við Menntaskólann að Laugarvatni síðan, eða í 31 ár. Þó enn sé ég á besta aldri, tel ég þetta komið gott.
Á þessum degi verð ég formlega afmunstraður.
Ég ætla ekki að reyna að halda því fram, að það takist ekki á í mér ýmsar kenndir á þessum vegamótum, en um það fæ ég engu ráðið. Ég kýs að líta að þennan dag sem nýtt upphaf. Framundan geta verið fjölmörg spennandi ár.
Þessu getur líka lokið á morgun.
Í dag er borinn til grafar eiginmaður fermingarsystur minnar og nánast jafnaldri. Þannig er nú bara þetta líf okkar mannanna.
Enginn veit sína ævina fyrr en öll er og það er kannski eins gott.
Í dag geng ég út í sumarið, jafn tvítugur í anda og ávallt, með sama hætti og nýstúdentarnir. Verkefnin framundan eru óþrjótandi og nú er bara að vona að starfsemi höfuðsins fái að haldast sem lengst.
Veri eftirlaunaaldurinn velkominn.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Sæludagar í sandkassanum (12 - LOK)
Framhald af þessu Þannig er það víst alltaf, að það sem byrjar á annað borð, því lýkur á endanum. Þannig var það einnig með þessa ferð til D...
-
Heilsugæslustöðin í Laugarási á vígsludegi 1997 (mynd: Jónas Yngvi Ásgrímsson) Ég hefði óskað þess, að fyrstu dagar nýs árs yrðu ánægjulegri...
-
Það er ótvíræður kostur við þorrabót eldri borgara í Biskupstungum, að það er ekki boðið upp á dansiball með tilheyrandi hávaða þegar fól...
-
Líklega lið annars bekkjar veturinn 1971-1972. Aftari röð f.v. Helgi Þorvaldsson, Eiríkur Jónsson, Kristján Aðalsteinsson, Páll M, Skúlaso...
Engin ummæli:
Skrifa ummæli