Ég átta mig á því að fyrirsögn þessa pistils er fremur vandræðaleg, komandi frá málfarsfasistanum, mér. Fyrirsögnin er bara í stíl við þann vandræðagang sem virðist vera uppi þegar nöfn á götum og vegum í Laugarási eru annars vegar.
Ég ætla hér að birta helstu rök mín fyrir að halda þessu fram og meira að segja ganga svo langt að birta myndir máli mínu til stuðnings.
Ég byrja á kortinu sem fylgir já.is og tína til það helsta sem þar er að sjá:
1. Vegurinn frá Skúlagötu að Ferjuvegi heitir HÖFÐAVEGUR.
2. Vegurinn sem er framhald Skúlagötu, upp brekkuna og í Austurbyggð, kallast AUSTURBYGGÐ.
3. Vegurinn inn eftir allri Vesturbyggð kallast SKYRKLETTAGATA.
4. Á þessum vegi er síðan að finna hliðargötu sem kallast KLETTAGATA, en úr Klettagötu kemur hliðargata sem heitir fyrst BRENNIGERÐI, en síðan HOLTAGATA.
5. Við endann á Skyrklettagötu (ef hún heitir það) er stutt gata sem heitir ÁSMÝRI.
6. Í framhaldi Ferjuvegar til vesturs má sjá götuna KIRKJUHOLT. Ekki verður annað séð að símaskúrinn græni hafi fengið hið virðulega heiti LAUGARÁS og heimreiðin að Asparlundi er í gegnum hlaðið í Kirkjuholti. Áhugavert.
Næst birti ég mynd úr kortasjá Loftmynda.
1. Gatan milli Skúlagötu og Ferjuvegar heitir SKÓGARGATA.
2. Gatan upp brekkuna í framhaldi Skúlagötu, inn í Austurbyggð heitr ekkert.
3. Gatan inn í Vesturbyggð heitir VESTURBYGGÐARVEGUR
Þá er komið að uppsveitakortinu, sem dreift er til ferðamanna.
1. Gatan milli Skúlagötu og Ferjuvegar kallast HÖFÐAVEGUR.
2. Ekki er ljóst hvað leiðin upp brekkuna kallst, en sennilega HVERABREKKA, þar sem gamla læknishúsið ber nafnið Hverabrekka.
3. Vegurinn ínn í Vesturbyggð (Hvaða svæði í Laugarási kallast yfirleitt Vesturbyggð?) virðist ekki heita neitt fyrr en hann skiptist í SKYRKLETTAGÖTU og HOLTAGÖTU.
4. Svo er það þessi HLÍÐARVEGUR þarna efst?
Loks leita ég á náðir GOOGLE sjálfs. Hann er ekkert að flækja málin.
1. Vegurinn milli Skúlagötu og Ferjuvegar kallast HÖFÐAVEGUR.
2. Vegurinn inn eftir allri Vesturbyggð kallast ÁSMÝRI.
3. Áin sem liðast framhjá Laugarási kallast ÖLFUSÁ.
Það eru sjálfsagt til önnur kort með öðrum götunöfnum, en þegar upp er staðið þá tel ég nú að það hljóti að vera á borði yfirstjórnar sveitarfélagsins að sjá til þess að svona hringlandaháttur sé ekki fyrir hendi.
Það er heilmikið verk framundan við að:
1. ákveða endanlega heiti gatna eða vega í Laugarási.
2. tryggja að þessi nöfn séu rétt á opinberum kortum af svæðinu.
Ég hef hvergi rekist á að nafnið Dungalsvegur/Dungalsgata/Dunkabraut eða annað sem minnir á nafna minn Dungal sem fyrstur settist að við Höfðaveg/Skógargötu, árið 1962 og kallaði býli sitt Ásholt.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Sæludagar í sandkassanum (12 - LOK)
Framhald af þessu Þannig er það víst alltaf, að það sem byrjar á annað borð, því lýkur á endanum. Þannig var það einnig með þessa ferð til D...
-
Heilsugæslustöðin í Laugarási á vígsludegi 1997 (mynd: Jónas Yngvi Ásgrímsson) Ég hefði óskað þess, að fyrstu dagar nýs árs yrðu ánægjulegri...
-
Það er ótvíræður kostur við þorrabót eldri borgara í Biskupstungum, að það er ekki boðið upp á dansiball með tilheyrandi hávaða þegar fól...
-
Líklega lið annars bekkjar veturinn 1971-1972. Aftari röð f.v. Helgi Þorvaldsson, Eiríkur Jónsson, Kristján Aðalsteinsson, Páll M, Skúlaso...
Engin ummæli:
Skrifa ummæli