04 september, 2017

Mynd frá lokum sjötta áratugarins.


Ég var að hreinsa þessa mynd, en hún var afskaplega rispuð og illa farin. Hún er reyndar ansi óskýr enn, en á henni má þó greina ýmislegt. Ég hef áður sett inn skýringarmynd sem þessa, en en er talsvert eldri.
Ég tel að þessi mynd hafi verið tekin því sem næst árið 1958 eða 1959. Ég tel svo vera vegna þess að þarna er ekki hafin bygging á nýja bænum í Hveratúni, en það er risið gróðurhús í LaugaRgerði. Hjalti og Fríður fluttu í Laugarás 1957 og ræktuðu fyrst í gróðurhúsum Ólafs Einarssonar (nr. 5). Byggðu síðan gróðurhús og pökkunarskúr (nr. 2) áður en þau fluttu í eigið íbúðarhús í lok ár 1965. Vonandi er þetta rétt. :)
Að öðru leyti má sjá á þessari mynd:
1. Gróðurhús sem tilheyrðu Sólveigarstöðum.
2. Gróðurhús og pökkunarskúr Laugargerðis.
3. Fjárhús frá Hveratúni (í í brekkufætinum sunnan íbúðarhússins í Kvistholti)
4. Skúlagata.
5. Gróðurhús í eigu Ólafs Einarssonar, læknis. Þar stendur nú bragginn einn eftir.
6. "Gamli bærinn" í Hveratúni, sem Börge og Kitta Lemming byggðu 1942 eða 43. Þau hurfu á braut 1945.
7. Pökkunarskúr í Hveratúni. Hann mun hafa komið frá Skálholti og svei mér ef hann stendur ekki þarna fyrir framan kirkjun 1956 :) (sjá mynd)


8. Gróðurhús í Hveratúni: "Bennahús"
9. Lítið gróðurhús, getur hafa verið kallað "Kotið". Notað fyrir uppeldi og blómarækt (aðrir vita meira en ég um þetta).
10. "Þróin" steinsteypt vatnsþró þar sem heitt affall af gróðurhúsunum var kælt og síðan notað til vökvunar.
11. Gamli pökkunarskúrinn.Hann var með tveim rýmum. Vinstra megin var pökkunaraðstaða en hægra megin tækja- og áburðargeymsla.
12. "Nýja húsið" gróðurhús.
13. "Pallahús" gróðurhús
14. "Miðhúsið" gróðurhús.
15. "Kusuhús" gróðurhús. Í vesturenda þess var kýrinni á bænum, henni "Kusu" komið fyrir.
16. Hveralækur (græna brotalínan)
17. Heimreiðin í Hveratún.
Fremst á myndinni er garður þar sem ýmislegt var ræktað. Ætli Ólafur læknir hafi ekki fyrst ræktað þarna, en síðan nýttur af Hveratúnsfólki.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Sæludagar í sandkassanum (12 - LOK)

Framhald af þessu Þannig er það víst alltaf, að það sem byrjar á annað borð, því lýkur á endanum. Þannig var það einnig með þessa ferð til D...