Ætli janúar sé ekki sá mánuður ársins sem gæti verið betri. Með því að orða það þannig, er ég ekki að taka djúpt í árinni.
Þegar mánuður gæti verið betri, þá reynir maður að gera eitthvað sem eykur líkurnar á að hnn geti orðið betri.
Margt vitlausara lærir maður nú í þessu lífi.
Þetta er ég nú búinn að læra, börnin góð.
Ég gerði þennan janúar betri, hvorki meira né minna.
Ég gerði vel við sjálfan mig, auk þess, auðvitað, að ég dreifði gleðinni vítt og breitt, í það minnsta hér innan húss og í huganum hef ég séð fD dansa um allt hús í samfögnuði sínum vegna þeirrar gleði sem frá mér hefur stafað í þessum drungalega vetrarmánuði.
Ég á reyndar eftir að sjá dansinn raungerast, en hef fulla trú á að svo geti orðið.
Sjáum til.
Það sem ég gerði.
Þegar janúar gekk í garð, þurfti ég að finna eitthvað til að gera hann betri. Það hvarflaði ekki að mér að fara að stunda ræktina. Ekki kom til greina að taka þátt í veganúar, þvi það hefði nú bara aukið á drungann.
Nei, ég fór inn á vefverslun BogH fljótlega eftir áramót og pantaði mér linsu.
Segi og skrifa.
Sem ég er lifandi.
Áður en ég ákvað kaupin skoðaði ég allt sem auga á festi á veraldarinnar vef, um þessa linsu. Um hana var ekkert sagt nema gott eitt.
Ég ræddi við sjálfan mig um málið, velti fyrir mér viskunni sem fælist í mögulegum kaupum, og kannaði möguleika á að í þeim mætti mögulega finna viskuskort, jafnvel vitleysu.
Niðurstaðan varð sú, að sem vestrænn maður á góðum aldri, sem lifir í vellystingum og allt það, gæti ég vel réttlætt linsukaupin fyrir sjálfum mér. Öðrum er bara ekki til að dreifa.
Ég smellti á kaupa hnappinn og hef síðan beðið óþreyjufullur, meðan þessi mánuður hefur liðið hjá eins og vindurinn. Það get ég sagt ykkur, að það er fátt betra til þrauka dimmustu og köldustu daga ársins en að láta sig hlakka til.
Linsan kom í morgun.
CANON EF 100-400 f/4,5-5,6L IS II USM
L-ið sá ég einhvers staðar, að stendur fyrir LUXURY og II þýðir að þetta er önnur útgáfa, sem beðið hefur verið eftir, í fjöldamörg ár.
Nú er næst á dagskrá, fyrir utan auðvitað að fara að prófa gripinn, að freista þess að selja öndvegis linsuna mína: CANON EF70-300 F4-5,6L IS USM, sem ég keypti árið 2011 (hægra megin á öftustu myndinni hér fyrir ofan). Þar er á ferð hreint ágætur gripur. Það er bara svo með mig, eins og marga aðra: mikið vill meira.
Ég þarf (nú eða þarf kannski ekki, en stefni á) að selja þessa linsu.
Vilt þú kaupa?
Hvað þetta þýðir svo fyrir mig, veit ég ekki.
Eitt veit ég þó: Janúar hefur alveg sloppið til þetta árið.
Hér er fyrsta tilraunin með gripinn. Auðnutittlingurinn ber með sér svip sem auðvelt er að túlka sem lotningu, þar sem hann lítur linsuna fyrsta sinni:
Nei, reyndar var þessi fyrst:
😂
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Sæludagar í sandkassanum (12 - LOK)
Framhald af þessu Þannig er það víst alltaf, að það sem byrjar á annað borð, því lýkur á endanum. Þannig var það einnig með þessa ferð til D...
-
Heilsugæslustöðin í Laugarási á vígsludegi 1997 (mynd: Jónas Yngvi Ásgrímsson) Ég hefði óskað þess, að fyrstu dagar nýs árs yrðu ánægjulegri...
-
Það er ótvíræður kostur við þorrabót eldri borgara í Biskupstungum, að það er ekki boðið upp á dansiball með tilheyrandi hávaða þegar fól...
-
Líklega lið annars bekkjar veturinn 1971-1972. Aftari röð f.v. Helgi Þorvaldsson, Eiríkur Jónsson, Kristján Aðalsteinsson, Páll M, Skúlaso...
Engin ummæli:
Skrifa ummæli