Er lífið eins og brún lagterta? |
Það er nefnilega þannig, í núinu sem við lifum, að við hugsum ekki nægilega um það, að á morgun verður þetta nú orðið að fortíð okkar; fortíð sem við mögulega lærum síðan ef - eða ekki.
Það ætti að vera tími og tækifæri um áramót til að velta þessu samhengi öllu fyrir sér.
Áður en ég fer lengra með þessar vangaveltur mínar, kýs ég að láta bara af þeim og fara að hugsa um núið smá stund og taka kannski upp þráðinn aftur á morgun. Ég þykist nokkuð viss um það, að við getum öll glaðst með sjálfum okkur, yfir því sem við höfum vel gert á lífsgöngunni, og jafn viss er ég um, að við sjáum eftir ýmsu því úr fortíðinni sem við gerðum eða gerðum ekki. Þannig er þetta nú bara.
Þar með þakka ég ykkur, sem hafið látið svo lítið að kíkja á þetta blogg mitt, endrum og sinnum, fyrir heimsóknirnar. Ég óska þess, okkur öllum til handa að árið 2020 verði ár endurskoðunar og ár lærdóms af því sem liðið er og uppbyggingar í kjölfarið.
Gleðilegt ár.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli