22 febrúar, 2008

Ja, tæknivæðingin!

Það er ekki ein báran stök þegar nútímatæknin er annarsvegar. Ég hef lengi talið að það væri hlutskipti, nú eða þá forréttindi þeirra, sem hafa lifibrauð sitt af, annarsvegar, fjármálageiranum og hinsvegar tölvubransanum, að sitja með fleiri en einn tölvuskjá fyrir framan sig.

Þessa hugmynd fékk ég nú á síðustu árum efnahagsbólunnar þegar litlu strákarnir í klæðskerasniðnu jakkafötunum sínum voru í daglegum viðtölum við fjölmiðla til að lýsa undrinu sem "við" vorum að upplifa (öllu heldur þeir).
Viðtölin voru þá yfirleitt tekin með önnum kafna litla stráka í bakrunninum (allavega þóttust þeir vara önnum kafnir) með 6-8 flatskjái fyrir framan sig. Á þessum skjám voru endalaus línurit og tölur sem auðvitað venjulegt fólk greindi ekkert í - enda voru skilaboðin til almúgans að þetta væri heimur fjármála- og framkvæmdamannanna en ekki hans (almúgans) .

Hvað um það. Ég ætlaði mér að vera stuttorður þessu sinni. :) Þessa hugmynd fæ ég líka þegar Egill Árni, tölvumaður, lýsir þeim dásemdum sem fylgja því að vinna með tvo tölvuskjái í einu.

Nú sit ég hér með tvo tölvuskjái fyrir framan mig og upp er runninn sá tími að ég fæ að njóta tveggja skjáa tilverunnar.

Hér eftir mun ég sitja fyrir framan einn 22" og annan 19" - þá finnst mér einhvern veginn að það blasi við að ég þurfi að fjölga jakkafötunum í klæðaskápnum, hvítu skyrtunum og jafnvel bindunum, sem ég hef þó talið mig eiga nóg af til þessa.

Það er svosem ekki búið að tengja þetta og veit ekki hvernig þetta virkar, ennþá, en það stendur til bóta.

2 ummæli:

  1. er þetta eitthvað af ebay? :)

    SvaraEyða
  2. Nei ekki er nú svo. Ég er ekki alveg búinn að missa fótanna á leikvelli tækninnar.

    SvaraEyða

Hin tápmiklu 12 og þjófagengið (síðari hluti)

  Framhald af þessu Þar sem hin tápmiklu 12 stóðu fyrir utan flóttaherbergið, var óhjákvæmilegt að hugurinn beindist að verkefninu framundan...