20 febrúar, 2008

Toppurinn og bullið

Það er ekki flóknara en það, að PS-P640 náði nýjum hæðum í gærkvöldi með því að senda lifandi mynd af okkur hjónakornunum til Berlínabúanna. Það verður að segjst eins og er, að ekki var tenórinn Egill par hrifinn af myndgæðunum, en ég átti nú ekkert sérstaklega von á því, og þá aðallega vegna þess, að þar sem merkin ráða för mega minni spávefmyndavélar sín lítils.
Nú á bara eftir að ná síðasta skerfinu með því að undratækið beri mynd og hljóð til Perth í Ástralíu, en tvennt sýnist mér að geti hamlað því:
1. Þegar fólk er að gefa skýrslur þar eða að kafa meðal hákarlanna er það sofandi hér, og þegar fólk er komið heim eftir langan og erfiðan vinnudag hér, þá er fólk sofandi eða í matarboðum eða öðru útstáelsi þar.
2. Ef marka má nýlegt blogg Ástralans Þorvaldar þá er netsamband í þeim heimshluta ekki sambærilegt við það sem gerist í Berlín þessa dagana, þó svo ég treysti sannarlega PS-P640 fullkomlega til að yfirstíga þá hindrun til fulls.

Ég er að byrja að skilja það nú hversvegna það gerist hjá mörgum sem ástunda þá iðju, eða réttara sagt, hyggjast leggja það fyrir sig, að blogga um allt milli himins og jarðar, að það dregur tiltölulega hratt af þeim. Það er nefnilega svo með þetta daglega líf að það felur ekki íkja oft í sér eitthvað sem nær því að vera bæði fréttnæmt og líka að vera þannig að hægt sé að leyfa hverjum sem er að lesa. Þetta er, jú, opinber vettvangur þar sem fólk á að vera ábyrgt orða sinna, er það ekki annars?

Ég veit, til að mynda, ekki hvenær nemendur mínir uppgötva þann fjársjóð speki sem hér er að finna. Þegar það gerist er eins gott að hér standi ekkert það sem betur hefði verið látið liggja í þagnargildi gagnvart þeim hópi.

Þrátt fyrir annmarka, hyggst ég ekki gefast upp við svo búið. Það er alltaf hægt að bulla, ef ekki bjóðast aðrir kostir.

1 ummæli:

  1. verður fróðlegt að vita hvernig gengur með vefmyndavélarsamband til ástralíu gengur...

    SvaraEyða

Hin tápmiklu 12 og þjófagengið (síðari hluti)

  Framhald af þessu Þar sem hin tápmiklu 12 stóðu fyrir utan flóttaherbergið, var óhjákvæmilegt að hugurinn beindist að verkefninu framundan...