24 febrúar, 2008

Sunnudagsstemning

Það jafnast fátt á við kyrrðina í Kvistholti á sunnudagsmorgni, ekki síst núna þegar augljós eru orðin merki um lengri dag. Sólhúsgögnin bíða enn undir hvítri mjöllinni og grillið lætur lítið yfir sér meðan það bíður eftir því að takast á við verkefni sumarsins. Þögnin er slík að það heyrist ekki einusinni í kalkúnum og hundum nágrannans.
Framundan er dagur undirbúnings fyrir skottúr til höfuðborgar Þýskalands á miðvikudagsmorgun. Annað færi gefst víst ekki á að ljúka því sem ljúka þarf, að því er sagt er.
Einmitt núna sit ég í flóðinu af geislum rísandi sólar og virði fyrir mér trjágróðurinn í vetrardvala, þar sem hann sendir frá sér loforð um kröftugan vöxt á komandi sumri.
Best að fá sér kaffisopa.

4 ummæli:

  1. Hrafnarnir krunka sig saman, starrarnir hópast í flokka og frúin sankar að sér mold til sáningar.

    Já vorið er að koma.

    SvaraEyða
  2. Jah sveimér þá ef Páll Laxness er ekki bara farinn að skrifa fyrstu línurnar í nýrri ævisögn. :)

    Ég lof að það verður gaman hér í Berlín, ég er búinn að keyra tæpa 400 km hérna og það er skílétt :) Veit reyndar ekki hversu auðvelt það er á minivan, en það kemur í ljós.

    SvaraEyða
  3. Mikill er léttir okkar að vita af öruggum Berlínarbílstjóra.
    Laxnessinn hefur alltaf verið þarna - ber mismikið á honum.

    SvaraEyða
  4. ég ætlaði einmitt að fara að segja hversu ljóðrænt þetta væri nú !

    SvaraEyða

Hin tápmiklu 12 og þjófagengið (síðari hluti)

  Framhald af þessu Þar sem hin tápmiklu 12 stóðu fyrir utan flóttaherbergið, var óhjákvæmilegt að hugurinn beindist að verkefninu framundan...