26 febrúar, 2008

Verður ekki erfitt að byrja aftur?

Það var ekki laust við að kvíða gætti í rödd frú Drafnar þar sem hún sá fram á heillar viku hlé á púlinu í þreksalnum. Heil vika án þess að vekjaraklukkan fína (það er ekki að spyrja að græjueigninni frekar en fyrri daginn. Vekjaraklukkan gefur kost á tveim mismunandi vakningartímum; 1 og 2. 1 er þreklausi tíminn sem vekur fólk beint til vinnu og 2 er þrektíminn. Auk þessa býr klukkan góða yfir þeim eiginleikum að varpa tímanum upp í loft) glymji kl 06.12 og kalli fram samviskubit ef ekki er rokið á fætur umsvifalaust. Ég taldi að þetta yrði hið minnsta mál þar sem nú er svo komið að það liggur við að maður sakni púlsins þá daga sem ekkert er af þeim toga í gangi.

Í fyrramálið verður sem sagt flogið af stað á vit þeirra ævintýra sem felast í því að millilenda og hlaupa á milli terminala og skal allt traust okkar lagt á Matthías Imsland og hans fólk að þau sjái til þess að ekki verði seinkun.

Minivan bíður síðan í Berlín og bílstjóri með GPS og hokinn af reynslu af akstri innan borgar sem utan.

1 ummæli:

Hin tápmiklu 12 og þjófagengið (síðari hluti)

  Framhald af þessu Þar sem hin tápmiklu 12 stóðu fyrir utan flóttaherbergið, var óhjákvæmilegt að hugurinn beindist að verkefninu framundan...