Laumubloggarinn sem þetta skrifar varð að sætta sig við það að upp um hann kæmist. Hvernig það gerðist er allsendis óljóst, en Ástralinn hann Þorvaldur virðist með einhverju móti að fundið þessa gagnmerku síðu. Hann hefur væntalega lítið annað að gera þarna niðurfrá og hinumegin en að leita að bloggsíðum fólks.
Nú er komið að lokum þessa vinnudags - það má segja að þema hans hafi verið útrás mín á blessuðum sakleysingjunum sem ekki virðast átta sig á því að til þess að verða eitthvað í þessu lífi þarf að gera eitthvað. Þjálfun heilafrumna er forsenda þess að skapa fullþroska einstakling.
PER ASPERA AD ASTRA
Vildi bara láta vita ad thessi sída er líka lesin í Ishøj, DK :o)
SvaraEyðaBkv.
Ása og fjölsk.
Já og augljóslega núna í Berlín. Þetta er ótrúlega fjölþjóðleg síða sem þú heldur úti :)
SvaraEyðaVerð reyndar að segja að ég er farinn að hafa hálfgerðar áhyggjur af Þorvaldi, hann virðist vera orðon hættulega tölvulæs. Hvað verður það næst? Server Farm í Perth? Jahh hver veit.