12 febrúar, 2008

Skóli í öðru sæti...eða því þriðja?


Það er rík tilhneiging hjá tilteknum hópi nemenda og foreldra þeirra að líta svo á að það að sækja skóla sem fyrsta kost, sé hreint ekki sjálfsagður hlutur. Ég er ekki frá því að skólar landsins séu farnir að dansa með og láti þetta þar með yfir sig ganga. Mér finnst það alvarlegt ef svo er. Og mér finnst það alvarlegt ef kennarar eru farnir að líta starf sitt með þeim hætti að láta það ganga yfir sig að nemendur sé burtu frá skóla ítrekað.

Væntanlega er þetta hluti af því agaleysi sem ríkir meðal þessarar ágætu þjóðar. Þetta agaleysi hefst hjá okkur foreldrunum því það er frá okkur sem börnin fá þau skilaboð að skólinn megi víkja fyrir utanlandsferð fjölskyldunnar, eða vinnu, eða tannlæknaferð, eða klippingu, eða nánast hverju sem er.

Síðan dansar skólinn með, með því að gefa eftir og sætta sig við stöðu mála. Þessu þarf að breyta, og hana nú!

Þetta er svona dagur - þegar maður losar frústrasjónirnar á einhverja bloggsíðu sem maður treystir að enginn finni, og lesi. :)

1 ummæli:

  1. Jú jú, þessi síða er t.d. lesin í Ástralíu, þá hlýtur einnig að vera svo á Íslandi. Vissi reyndar ekki að þú hefðir gert logoið á vatnsveitukofann.

    SvaraEyða

Hin tápmiklu 12 og þjófagengið (síðari hluti)

  Framhald af þessu Þar sem hin tápmiklu 12 stóðu fyrir utan flóttaherbergið, var óhjákvæmilegt að hugurinn beindist að verkefninu framundan...