11 febrúar, 2008

Morgunverkin


Fyrir áratugum síðan kom ég lítillega að byggingu hitaveituhúss í Laugarási. Áður ern húsið var steypt upp skellti ég upp smá listaverki á framhlið hússins (innan í mótin). Það er punktarnir 5 sem sjá má hér fyrir ofan og skástrikin 2. Þetta eru augljóslega táknmyndir, annarsvegar fyrir gufuna sem kemur úr iðrum jarðar, og hinsvegar fyrir hitaveitulagnir, sem bera ylinn í gróðurhús og á heimili í Laugarási.
Jæja, svo gerðist það í morgun, að ég fékk tölvupóst frá framkvæmdastjóra Bláskógaveitu (Benedikt sjálfum) þar sem hann fór þess á leit að ég athugaði hvort ég gæti gert tillögu á lógói fyrir veituna. Þessi fyrri tillaga byggir alfarið á merkinu á hitaveituhúsinu.

Seinni tillagan á augljóslega að hafa sömu tilvísanir: gufan og lagnirnar, en nú þannig, að upphafsstafirnir eru búnir til úr formunum.

Þetta var nú skemmtilegt.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Hin tápmiklu 12 og þjófagengið (síðari hluti)

  Framhald af þessu Þar sem hin tápmiklu 12 stóðu fyrir utan flóttaherbergið, var óhjákvæmilegt að hugurinn beindist að verkefninu framundan...