10 febrúar, 2008

Að áliðnum þorra

Þrátt fyrir góð fyrirheit um að halda því ekkert sértaklega til streitu að ská eitthvað á þess fínu, grænu síðu, þá eru þau nú látin víkja enn um sinn.

Laugdælir blésu til mikils þorrablóts í gærkvöldi og mættu Kvistholtshjónin á svæðið, enda hálfgerðir Laugvetningar orðin. Þetta reyndist verða hin ágætasta skemmtun.
Fjöldi gamalla starfsmanna og gamalla nemenda skólans tók þátt í gleðinni. Þetta fólk er flest þeirrar gerðar að það þarf á þeirri andlegu upplyftingu að halda, sem felst í því að kíkja á Laugarvatn með reglulegu millibili.

Það hefur ekki heyrst mikið frá nýbúunum í Perth og Berlín þessa helgina, sem er nokkuð skýrt merki um að þar er allt í eðlilegum farvegi.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Hin tápmiklu 12 og þjófagengið (síðari hluti)

  Framhald af þessu Þar sem hin tápmiklu 12 stóðu fyrir utan flóttaherbergið, var óhjákvæmilegt að hugurinn beindist að verkefninu framundan...