14 febrúar, 2008

PS-P640 ..... framhald málsins


Já, ég beið fyrir framan tölvuna þar sem ég átti von á (ætlaðist raunar til þess) að ofangreindur seljandi svaraði spurningu minni umsvifalaust. Það vit hins vegar allir sem einhverja innsýn hafa í þann heim sem hér um ræðir, að svona ganga hlutirnir ekki fyrir sig. Það var ekki fyrr en daginn eftir að ég fékk eftirfarandi sendingu frá Ebay:
Hi,I'm sorry to hear about the problem with your disk. Please download the driver from our online driver area at:http://www.innovico-jsy.com/Downloads/
Regards,DavidCustomer Services.
Sko. Kom ekki David mér til bjargar. Ég gat varla beðið eftir að kennslu lyki. Stökk í Hvarf og inn á slóðina sem félagi David hafi verið svo vinsamlegur að úthluta mér. Þetta varað að ganga tiltölulega hratt fyrir sig, því framundan var einn þriggja slökunartíma í þreksalnum. Þetta fór nú reyndar svo að mér tókst að hlaða niður um 50mb af vitlausum driver sem vefmyndavélin mín vildi ekkert kannast við. Ég gafst ekki upp við svo búið, fann driver sem var kyrfilega merktur PS-P640 - niður fór hann og ...sjá.... mér tókst að sjá sjálfan mig í öllu mínu veldi á tölvuskjánum. Windows og Microsoft höfðu reyndar áður en það gerðist varað mig ítrekað að þetta niðurhal gæti verið stórhættulegt, en ég var kominn í stuð til að taka áhættu og lét varnaðarorðin mér sem vind um eyru þjóta.
Stoltur eigandi PS-P640 þaut af stað (hvarf úr Hvarfi) strax og ljóst varð að hann gat séð sjálfan sig í vefmyndavél sem virkaði fullkomlega. Ennþá í það minnsta.
EN ÞAÐ ÁTTU EFTIR AÐ KOMA UPP FLEIRI VANDAMÁL......

3 ummæli:

  1. Þessi saga segir meira en mörg orð um það að það borgar sig að kaupa dýrari og þekktari tæki. Á endanum sparar maður alltaf :)

    En ég bíð spenntur eftir næsta kaflanum í þessum æsispennandi hátæknithriller.

    SvaraEyða
  2. Ása og Rannveig standa á öndinni og bída spenntar eftir næsta kafla...

    SvaraEyða
  3. ég veit m.a. hvað vandamál það voru :P

    ætla nú samt ekki að eyðileggja spennuna!

    SvaraEyða

Sæludagar í sandkassanum (12 - LOK)

Framhald af þessu Þannig er það víst alltaf, að það sem byrjar á annað borð, því lýkur á endanum. Þannig var það einnig með þessa ferð til D...