06 apríl, 2008

Þeir sem eiga að vera, fara

... en þeir sem eiga að fara, gera það ekki , vegna þess að þeir geta ekkert annað heldur - að minnsta kosti ekki þetta.
......ég hef sagt upp störfum sem grunnskólakennari og ætla að snúa mér að öðru. Það er svo sem kominn tími til. Ég er búinn að vera óánægður með launun mín öll þessi ár, en mér hefur líkað þetta starf og fundist það eiga vel við mig og því hef ég tórað í því. En undanfarin misseri hef ég bæði verið fúll með launun og starfið. Og þá er ekkert annað í stöðunni en að hætta og finna sér annað að gera. Í sumar mun ég byrja í nýju starfi sem málari. Það er starf sem ég þekki vel og það er nóg að gera.
Sá sem þetta skrifar er Karl Hallgrímsson, sem hefur kennt við grunnskóla Bláskógabyggðar undanfarin ár. Hann hefur jafnframt starfað í Skálholtskórnum eins og ég og hefur haft stöðugt vaxandi áhrif á tónlistarlíf og annað menningarlíf hér í uppsveitum. Svo á hann líka merka konu, hana Grétu Gísladóttur, myndlistarmann og leikskólakennara.
Það er hörmulegt að aftur og aftur þurfi það að gerast, að fólkið sem á að vera kennarar, hrökklast úr starfinu vegna skammarlegra launa. Svo er í þessu tilviki. Án þess að ég vilji varpa rýrð á þá sem halda áfram (ég er einn af þeim sem lifði af þessar þrengingar, eða lét mig lifa þær af), flestir þeirra eru öflugir í faginu, þá hefur fjölgað þeim í þessari stétt sem þar eiga ekkert erindi og það er ekki einusinni hægt að losna við þá vegna ákvæða í starfsmannalögum nr. 70/1996. Vegna þeirra, að stórum hluta til, eru launakjör kennara þau sem þau eru.

Sorglegt.

Böl er barna kennsla



2 ummæli:

  1. Jamm, heimska fólkið talar til að varpa rýrð á ákveðnar stéttir. Eins fávitarnir sem tuð yfir mótmælum bílstjóra afþví að viðkomandi lenda í töfum á morgnanna. Fólk er alltaf fífl og vill fá það sem það telur sig hafa "borgað fyrir". Ég er að vissu leiti sammála kennrum í þessu máli. En því miður eru bara til svo margir ÖMURLEGIR kennarar að maður á erfitt með það. Þessvegna er erfitt að taka afstöðu. En þegar um er að ræða snillinga eins og gamla í faginu, þá er ekki hægt að efast. Það er bara alltaf hlutinn sem skemmir fyrir heildinni.

    SvaraEyða
  2. Já svona er þetta alltaf, allt besta fólkið virðist einhvernveginn alltaf vera hrakið burt á einn eða annan hátt - hvort sem það er með launum eða með öðrum jafn fáránlegum aðferðum. Það á ekki bara við kennslu í grunnskólum heldur virðist þetta eiga bara við allstaðar ! Meira að segja í háskólum og sumum menntaskólum er mjög klárt fólk að vinna - vandamálið er þó að það er OF klárt til að geta komið hlutunum frá sér á skiljanlegan hátt! það er alveg jafn slæmt og að hafa fólk sem kann ekki neitt..

    SvaraEyða

Sæludagar í sandkassanum (12 - LOK)

Framhald af þessu Þannig er það víst alltaf, að það sem byrjar á annað borð, því lýkur á endanum. Þannig var það einnig með þessa ferð til D...