Í gær fórum við í ökuferð til að viðhalda þekkingunni á nánasta umhverfi. Leiðin lá meðal annars upp að Bræðratungu og þar verð mér ljóst, sem ég reyndar vissi áður, að framundan er feikileg vegalagning yfir mýrar og móa áður en komið er að fyrirhugaðri brú yfir Hvítá. Þá hefur það lengi verið ljóst í mínum huga að, ef tilgangurinn með þessari brú er að sameina sveitarfélög þá er þetta fjarri því að vera besti staðurinn. Það kemur að því að öll sveitarfélögin í uppsveitunum verða sameinuð, en ég er þeirrar skoðunar að staðsetning brúarinnar þarna flýtir engan veginn fyrir þeirri þróun. Það var í tengslum við þetta sem ég setti þessar skrýtnu myndir hér inn. Punktarnir 7 eru að sjálfsögðu þéttbýlisstaðir í uppsveitunum.
Ég held að flestir skilji nú hvað ég er að fara - ekki fleiri orð um það.
Ef brúin nú kæmi á besta stað
Ef brúin nú kæmi á besta stað
SvaraEyðaég býst við að mörgum fyndist að
hún væri á vitlausu róli.
Hún ætti að vera utar, á ská
ofar og neðar og seisei já
til hægri og út úr hóli.
Þetta var brúarstæðis bloggskapur
Þetta er langsótt að vanda :)
SvaraEyða