08 júlí, 2008

Er hægt að finna út úr þessu?

Með þessu er það tilgangur minn að ganga nokkuð nærri þeim sem á annað borð nenna að velta þessu fyrir sér. Hér fylgja sem sagt 4 myndir og er hver um sig með 7 rauðum hringjum, en það sem greinir þá að eru mismunandi tengingar milli þeirra.
Hver er miðpunkturinn í þessu öllu saman?
Ég mun gera grein fyrir þessu innan skamms, þegar þið eruð búin að reyna að fá botn í þetta, ágætu og tryggu lesendur.




1 ummæli:

  1. Þetta er einfalt. Hér er um kjarnafjölskyldu að ræða. Fyrsta mynd sýnir einstaklingana, staka. Sog myndast tengsl,sog byrjar vesen, sog verða rof og erfitt að nálgast suma,sog þegar þroska er náð og auknum mannskilningi samfara mildi, reyna þessir sömu einstaklingar að ná aftur fyrri tengslum.

    Svona þrautir
    síst ég reyni að skilja
    vantar til þess allan vilja
    og vitsins skort ég kýs að hylja.

    Bloggskapur prófafóbíunnar.

    SvaraEyða

Hin tápmiklu 12 og þjófagengið (síðari hluti)

  Framhald af þessu Þar sem hin tápmiklu 12 stóðu fyrir utan flóttaherbergið, var óhjákvæmilegt að hugurinn beindist að verkefninu framundan...